Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3859 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er glámbekkur þegar eitthvað liggur á glámbekk?

Nafnorðið glámbekkur er notað um bekk sem allir geta séð, stað sem er opinn fyrir allra augum og er ekki tryggur. Orðið virðist einungis notað í samböndunum að hafa eitthvað á glámbekk og láta eitthvað liggja á glámbekk. Nokkur dæmi eru um glámbekk í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld en öll þannig...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?

Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur?

Upprunalega spurningin var: Hvað þarf mikið landssvæði af bómull til að búa til einar gallabuxur? Efnið í gallabuxum er bómull. Bómullarplantan er ræktuð víða um heim en stærstu bómullarframleiðendurnir eru Kína, Indland, Bandaríkin, Pakistan og Brasilía. Skilyrði til ræktunar eru afar mismunandi, ekki bara á m...

category-iconLæknisfræði

Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...

category-iconVísindafréttir

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018

Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Íslands árið 2018. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru notendur Vísindavefsins 775 þúsund árið 2018 og flettu þeir síðum vefsins rúmlega þremur milljón sinnum. Svörin á Vísindavefnum eru orðin rúmlega 12.000 og flettingarnar samsvara því að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...

category-iconHagfræði

Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu?

Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...

category-iconJarðvísindi

Hvenær myndast helluhraun?

Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Helluhraunbreiður myndast að jafnaði í mörgum hraunflóðum, þar sem hvert þeirra er mótað úr fjölda hraunsepa (sjá skýringarmynd). Slíkar hraunbreiður myndast í hraungosum, hvort heldur frá sprungum eða hringlaga gosrás, þar sem framleiðnin er hl...

category-iconStærðfræði

Hver eru rökin fyrir því að x í núllta veldi sé alltaf 1, sama hvað x stendur fyrir?

Reglurnar um veldisvísa í algebru eru byggðar upp skref fyrir skref með því að byrja til dæmis á því að skilgreina $x$ í öðru veldi: $x^2=x\cdot x$ (Lesið: $x$ í öðru veldi er sama sem $x$ sinnum $x$ eða $x$ margfaldað með sjálfu sér)Fyrir heilar plústölur $n$ skilgreinum við síðan $x^n=x\cdot...\cdot x$...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að byrja bréf til dæmis á 'Hafnarfjörður 1. maí 2000'? Ef svo er, þá hvers vegna?

Fyrir því er löng hefð að staðarheiti, hvort sem það er bær, borg eða býli, stendur í þágufalli í upphafi bréfs, til dæmis Stykkishólmi, 3. nóvember, Stokkhólmi, 4. nóvember, Hóli, 5. nóvember. Þetta þágufall er stundum nefnt staðarþágufall eftir latneskri málfræði (dativus loci; locus = staður). Þá er forsetn...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað merkir mælieiningin desíbel og við hvað miðast hún? Hvað er 0 dB og hvað er 1 dB?

Desibel er mælikvarði á hljóðstyrk. Styrkur hljóðs (I) er skilgreindur sem afl eða afköst (P) á flatareiningu (A) eðaI = P / AAfl eða afköst er aftur á móti orka á tímaeiningu þannig að hljóðstyrkurinn lýsir orkuflutningnum sem verður með hljóðinu á tímaeiningu. Nú er þess að gæta að eyrun nema hljóðstyrk ekki...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Hversu mörg batterí eða hve mörg vött þarf til að hita 1 lítra af vatni upp í 100 gráður?Hér er þess fyrst að geta að vatn breytir rúmmáli sínu eftir hita. Vatnsmagn sem er einn lítri í byrjun þenst út um nokkra hundraðshluta þegar það er hitað til dæmis um 100 stig. Þess ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?

Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...

Fleiri niðurstöður