Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4018 svör fundust
Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?
Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka. Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegun...
Hvað eru ferningstölur og teningstölur?
Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...
Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til regla til að vita hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Til dæmis orð eins og: Dyr, fólk, hús og fleiri? Flest nafnorð eru þess eðlis að þau eru bæði notuð í eintölu og fleirtölu. Eintala táknar yfirleitt að um sé að ræða einn einstakling, eitt stykki af einh...
Hvað þýðir lýsingarorðið 'ágætt' og hvernig er það notað?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að fá nákvæma skýringu á lýsingarorðinu ágætt og notkun þess, frá orðabókarskýringu til notkunar þess í daglegu tali. Oft þegar orðið er notað í daglegu tali er það svona mitt á milli á skalanum en svo er alltaf sagt ágætt er best... en er þá best best eða er ágæt...
Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?
Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum. Húðin á hinum stækkandi kvið kemur ekki neins staðar frá heldur er um að ræða sömu húð og fyrir var, hún gefur bara svona vel eftir, meðal annars vegna áhrifa meðgönguhormóna. Til dæmis trufla hormónin prótínjafnvægi húðarinnar og hún verður þynnri. ...
Hvaða kenningu um alheiminn hélt Gíordanó Brúnó fyrstur fram?
Heimspekingurinn Gíordanó Brúnó (1548–1600) hélt fyrstur manna að því er vitað er fram þeirri stórkostlegu kenningu að önnur sólkerfi væru til en okkar eigið: stjörnurnar væru sólir sem umhverfis sveimuðu jarðhnettir eins og okkar eina jörð. Brúnó er einnig talinn merkur hugsuður fyrir kenningar sínar um óenda...
Af hverju er jökull á Grænlandi?
Ísöld hófst fyrir um 2,7 milljón árum síðan, en þá hafði norðurhvel jarðar verið íslaust í meir en 500 milljón ár. Hvers vegna myndaðist þá þessi mikli jökull á Grænlandi? Var það eingöngu vegna þess að það tók að kólna, eða voru einhverjir aðrir þættir að verki? Það voru þrír þættir, sem virkuðu allir saman t...
Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?
Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...
Hver fann upp blindraletrið?
Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum: Hvernig er stafrófið á blindraletri? Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út? Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið e...
Hvernig getur lauslæti verið siðferðilegt álitamál?
Spurningin er einmitt skemmtilega orðuð þar sem því fer fjarri að lauslæti sé augljóslega siðferðilegt álitamál. Raunar hefur hugtakið það yfirbragð að um sé að ræða ámælisverða hegðun en til þess að svara spurningunni er líklega best að leiða það hjá sér um stund. Spurningin nýtist ágætlega til að leiðrétta þann ...
Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...
Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?
Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?
Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsók...
Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?
Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum. Orri hefur stjórnað uppgröftum víða um land, sérílagi á Norðausturlandi, til d...