Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9283 svör fundust
Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?
Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...
Hvað er átt við með orðinu fúkka í fúkkalyf?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru sum sýklalyf kölluð fúkkalyf... eða eru kannski öll sýklalyf fúkkalyf? Orðið fúki eða fúkki merkir ‘ódaunn, mygla’ en orðið er einnig haft um myglað hey og rotið þang. Fúkkalyf, fúkalyf eru framleidd með ræktun myglusveppa eða gerla. Algengara er í dag ...
Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?
Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...
Hvað getur þú sagt mér um dýralífið í Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Landið er rúmlega 11,5 þúsund ferkílómetrar að stærð eða um 1/9 af flatarmáli Íslands og að stórum hluta eyðimörk. Yfir sumartímann getur hitinn þar farið allt upp í 50ºC yfir heitasta tíma...
Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?
Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...
Hvað er að vera „tussulegur“ og hvaðan kemur það?
Orðið tussa merkir ‘poki, tuðra; kvensköp, lastyrði um konu’ og þekkist í málinu frá 19. öld. Af nafnorðinu er leidd sögnin tussast (til einhvers) ‘sneypast til að gera eitthvaðð’ og lýsingarorðið tussulegur ‘leiðinlegur (um fólk og veður). Skylt er nafnorðið tussi ‘poki; tittlingur á hundi’. Lýsingarorðið tus...
Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?
Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir ...
Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?
Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalau...
Hvað þýðir að skælbrosa og hvaðan er orðið komið?
Skæl- í skælbrosa er fengið frá sögninni að skæla ‘gráta, gretta sig’. Í Corvinuspostillu frá miðri 16. öld er þetta dæmi samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: hæddu at mier / skældu sig oc skoku hofudin. Þarna er merkingin greinilega ‘grettu sig’. Nafnorðið skæla merkir ‘grátur’ en í fleirtölu einnig ...
Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?
Eddukvæði finnast nær eingöngu í þremur heimildum. Flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Einnig eru eddukvæði í Snorra-Eddu en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld. Enn fremur finnast eddukvæði í ...
Hvað er vitað um eldgos í Heklu fyrir landnám?
Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Um elsta þekkta gosið er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvenær gaus Hekla fyrst? Gossaga næstu 4000 ár einkenndist af stórum plinískum þeytigosum með löngu millibili. Aðeins er vitað um átta gjóskulög á því tímabili, en líklega eru ...
Hvað er þetta tandur í því sem er tandurhreint?
Orðið tandur merkir ‘eldur, smáneisti’ og þekkist þegar í fornu máli. Ekkert dæmi fannst þó í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Annað orð sömu merkingar og af sama uppruna er tandri sem kemur fyrir í skáldamáli og sem fornnorskt viðurnefni á 14. öld. Þá má nefna sögnina að tandra, sem dæmi er um frá 17. öld, og sö...
Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?
Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...
Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi?
Stutta svarið er að hér á landi verpa tvær tegundir þrasta að staðaldri og þriðja tegundin óreglulega. Skógarþröstur (Turdus iliacus) hefur verpt hér á landi frá alda öðli. Hann er mjög algengur og útbreiddur á láglendi um allt land. Hann verpir helst í alls konar skóglendi, mest í birkiskógum, ræktuðum skógum...
Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...