Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9284 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?

Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils. Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918? Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún...

category-iconVísindavefurinn

Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri en árið 2019. Samkvæmt tölum um samræmda vefmælingu á Íslandi nálgast notendur Vísindavefsins nú eina milljón á ári og fjölgaði þeim um rúm 26% frá árinu 2018. Heildarfjöldi notenda árið 2019 var 977 þúsund, innlit voru rétt tæplega 2,4 milljónir og flett...

category-iconBókmenntir og listir

Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?

Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það satt að Júpíter sé gasský?

Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Sést Vetrarbrautin okkar frá Íslandi?

Já, Vetrarbrautin okkar sést frá Íslandi. Á heiðskírri og tunglslausri nóttu er hægt að sjá miðskífu Vetrarbrautarinnar sem þunna og daufa slæðu sem nær þvert yfir himinninn. Til þess að sjá hana þarf að fara fjarri ljósmengun borgarljósanna. Reyndar sést einnig að minnsta kosti ein önnur vetrarbraut á næturhim...

category-iconJarðvísindi

Er Keilir virkt eldfjall?

Í svari Snæbjörns Guðmundssonar við spurningunni: Hvernig varð fjallið Keilir til? segir þetta um fellið Keili: Nafn fellsins er augljóslega dregið af keilulaga lögun þess en öfugt við það sem halda mætti er Keilir þó ekki það sem kallað er eldkeila á fræðamáli jarðfræðinga. Eldkeilur, svo sem Snæfellsjökull og...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím? Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu ...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni lungnabólgu?

Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsakir hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni, það er magainnihald sem fer niður í lungun, eða eitraðar gastegundir sem andað er að sér. Lungnabólga er mjög algengur sjúkdómur. Rúmlega helmingur lungnabólgutilfella er af völdum bak...

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?

Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta hestar orðið þunglyndir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?

Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...

category-iconJarðvísindi

Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár?

Laugahraun er eitt af meira en 10 hrafntinnu- og líparíthraunum sem runnið hafa eftir ísöld á Torfajökulssvæðinu. Þorvaldur Thoroddsen „fann“ þrjú þeirra seint á 19. öld og lýsti í ferðabók sinni og víðar — það voru Laugahraun, Námshraun og Dómadalshraun — en síðan hafa margir skrifað um þessi hraun og almennt um ...

category-iconVísindafréttir

Gervitungl á Háskólatorgi

Dagana 15.-18. janúar 2018 gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er til að mynda jörðina úr mikilli hæð. Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki s...

category-iconJarðvísindi

Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864? Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 ...

Fleiri niðurstöður