Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?
Áður en bók Charles Darwins (1809-1882) Uppruni tegundanna kom út árið 1859 voru flestir Vesturlandabúar á þeirri skoðun að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Darwin ber kenningu sína saman við þessa hugmynd allvíða í bókinni. Hana má kalla sköpunarhyggju á íslensku en á ensku er hún oft nefnd cr...
Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?
Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má...
Hver var Hegel og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831) má heita einn áhrifamesti og umdeildasti hugsuður allra tíma. Heimspeki hans var ætlað að gera kerfisbundna grein fyrir bókstaflega öllu í veruleikanum og framvindu hans. Hugsun Hegels stendur í rökréttu framhaldi af hinum gagnmerku kenningum Immanuels Kant og er ætlað að ...
Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?
Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...
Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...
Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?
Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...
Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?
Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...
Þarf að rannsaka mann betur ef grunur leikur á að maður hafi ofnæmi fyrir sýklalyfjum?
Stutta svarið er já. Málið er þó ekki svona einfalt. Í rannsókn sem gerð var á handahófsvöldu úrtaki ungs fólks 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu (n= 545) árið 1990 töldu 77 (14%) að þeir væru með lyfjaofnæmi. Við nánari eftirgrennslan fækkaði þó í hópnum. Það náðist ekki í alla, en 51 staðfestu lyfjaofnæmi og af...
Hvað var efst á baugi í raunvísindum árið 1944?
Ef við hefðum spurt fólk á árinu 1944 hvaða verkefni vísinda bæri þá hæst hefði nær enginn svarað því „rétt“ samkvæmt því sem síðar hefur komið í ljós. Ástand vísinda var þá mjög afbrigðilegt vegna þess að ófriður ríkti víða um heim – heimsstyrjöldin síðari sem svo er kölluð. Vísindi og stríð eiga afar illa saman,...
Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?
Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...
Sannar undantekningin regluna?
Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða. Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...
Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?
Ef næringarástand móður er gott má yfirleitt segja að mataræði hennar hafi ekki mikil áhrif á samsetningu eða gæði móðurmjólkur. Það er aðeins þegar móðirin hefur búið við langvarandi skort á næringarefnum sem slíkt getur farið að koma niður á næringarefnum í mjólkinni. Í fyrstu gengur móðirin bara á eigin birgðir...
Hvernig varð fyrsta mannvera í heiminum til?
Þróunarfræðin gerir ekki ráð fyrir að til hafi verið nein ein "fyrsta mannvera." Það þarf að minnsta kosti tvo einstaklinga, karl og konu, til að nýr einstaklingur verði til og líf verður einungis til af öðru lífi (sjá umfjöllun um lífgetnað). Hinsvegar má segja að þegar tegund verður útdauð þá sé til síðasta líf...
Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?
Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis...
Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?
Samkvæmt skýrslum IPCC (International Panel on Climate Change, 2000) er öll binding kolefnis í gróðri á jörðinni 500-560 Gt C (Gígatonn kolefnis, en eitt slíkt er milljarður tonna). Þar af eru um 360 Gt C í skógi. Til samanburðar eru 1500-2300 Gt C bundin í jarðvegi og um 750 Gt C eru í andrúmslofti. Kolefni (...