Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Eru stjörnuspár sannar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru þekkt dæmi um aðra íslenska fjöldamorðingja en Axlar-Björn?

Einnig var spurt: Er eitthvað sannleikskorn í sögum af Kjósarmorðingjanum? Til sanns vegar má færa að Björn Pétursson, öðru nafni Axlar-Björn – sem var líflátinn árið 1596 – sé eini Íslendingurinn sem getur staðið undir því nafni að teljast vera fjöldamorðingi eða raðmorðingi. Í þekktustu morðmálum Íslandss...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?

Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var James Cook og hvað hvert sigldi hann?

James Cook (1728-1779) var einn mesti landkönnuður á sinni tíð. Hann sigldi yfir Kyrrahafið þvert og endilangt, fór yfir 70. breiddargráðu bæði í norðri og suðri, var fyrstur manna til þess að sigla umhverfis jörðina á mjög suðlægum slóðum, fann óþekktar eyjur, kannaði aðrar sem áður var vitað um og skildi eftir s...

category-iconHeimspeki

Hver var Nicolas de Condorcet og hvert var framlag hans til fræðanna?

Nicolas de Condorcet, eða Marie Jean Antoine Nicolas Caritat, markgreifinn af Condorcet (1743-1794) var franskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur sem auk þess fékkst við söguspeki og vann brautryðjandi verk í sögu félagsvísinda. Condorcet telst vera einn af síðustu svonefndu philosophes frönsku upplýs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hringmunni?

Þróunarfræðingar telja hringmunna (Cyclostomata) vera frumstæðasta hóp hryggdýra. Hringmunnar tilheyra hópi vankjálka (Agnatha) og þó að þeir séu oft flokkaðir með fiskum skera þeir sig frá þeim á margan hátt. Aðalmunurinn liggur í framangreindum skorti á kjálkum en einnig hafa hringmunnar hvorki beinkenndar tennu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?

Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er lífsferill hrognkelsa?

Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um afrísku mörgæsina?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvaða fuglategund er þetta á myndinni? Myndin er líklega af afrísku mörgæsinni (Spheniscus demersus), en hún er stundum kölluð asna-mörgæs (e. jackass penquin) þar sem köll hennar þykja minna á hljóð í asna. Eins og nafnið gefur til kynna lifir afríska mörgæsin undan ...

category-iconJarðvísindi

Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?

Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni A...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?

Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi. Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri...

category-iconLandafræði

Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands?

Til eru ýmis gagnleg tól á Netinu þegar finna skal fjarlægðir á milli tveggja staða. Hins vegar skiptir miklu máli hver tilgangurinn er eins og lesa má í svari ÍDÞ við spurningunni: Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja? Það reynist ekki alltaf gagnlegt að vita stystu vegaleng...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökull?

Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina. Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?

Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um laxa?

Atlantshafslaxinn (Salmo salar) lifir í norðanverðu Atlantshafi. Hann finnst við strendur Norður-Ameríku, við Labrador í Kanada og allt suður til Connecticut í Bandaríkjunum. Hann lifir við suður- og austurströnd Grænlands, umhverfis Ísland og Færeyjar og við Bretlandseyjar. Atlanshafslaxinn finnst einnig við str...

Fleiri niðurstöður