Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?
Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...
Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?
Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. N...
Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?
Kaupmáli er heiti á ákveðnu formi samnings sem hjón geta gert sín á milli þegar þau ganga í hjónaband eða síðar. Tilgangur kaupmála er að búa til það sem á lagamáli kallast séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meg...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?
Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...
Hver var fyrsti faraó Egyptalands?
Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir. Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ek...
Hvað þýðir orðið veritas?
Veritas er latína og þýðir sannleikur. Samstofna við það er til dæmis latneska lýsingarorðið verus, 'sannur'. Samkvæmt orðabókum eru þessi orð meðal annars skyld enska atviksorðinu very sem þýðir 'mjög'. Einnig lifir þessi orðstofn í alþjóðaorðum eins og því sem heitir á ensku verify en á dönsku verificere og mer...
Þar sem enginn lofthjúpur er á tunglinu, hvernig gátu tunglfararnir þá talað saman?
Þessi spurning er ein af þeim sem kann að koma spánskt fyrir sjónir en er í rauninni afar eðlileg og tekur á grundvallaratriðum í náttúrunni sem margir gera sér ekki grein fyrir. Það er hárrétt athugað hjá spyrjanda að hljóð berst ekki milli staða nema eitthvert efni sé þar til að bera það. Þegar við tölum sama...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...
'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?
Þegar við segjum að eitthvað þjóti, fari eða fjúki út í buskann merkir það að það fari út í bláinn, eða eitthvað í burtu á óvissan stað. Karlkynsorðið buski merkir 'skógur' eða 'runni', samanber danska orðið ‘busk’ og enska orðið ‘bush’. Elsta dæmið um orðið í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá miðri 16. öl...
Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?
Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta ...
Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?
Spyrjandi bætir við:Hvaða dýrategundum hefur maðurinn útrýmt og hverjar hafa bara bókstaflega dáið út? Vegna breytts loftslags til dæmis? Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að margir þættir geta legið að baki útrýmingu dýrategunda. Þó má ætla að sú útrýmingaralda sem við upplifum nú um stundir megi rekja bei...
Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er Tíbet land? Sjálfstjórnarhéruðin (eða fylkin) í Kína eru alls fimm:Guangxi ZhuangzuInnri-Mongólía (Nei Monggol)Ningxia HuizuTíbet (Xizang)Xinjiang Uygur Kína skiptist í 33 stjórnunareiningar, sjálfstjórnarhéruðin fimm, 22 sýslur (sheng), fjórar borgarsýslur auk tveggja borga ...
Af hverju eru pylsur seldar 10 saman í pakka en pylsubrauð bara 8?
Þetta er um margt áhugaverð spurning en áður en hafist er handa við að svara henni er rétt að benda á að fullyrðingin sem spurningin byggir á er röng, að minnsta kosti ef miðað er við Ísland. Þetta er einfalt að sjá með því að fara í næstu nýlenduvöruverslun og skoða þar framboð á pylsum og pylsubrauðum. Svarandi ...
Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hver voru sjö undur veraldar? eru þau samkvæmt hefð talin vera þessi:Píramídarnir í GízaHengigarðarnir í BabýlonSeifsstyttan í OlympíuArtemismusterið í EfesosGrafhvelfingin í HalikarnassosKólossos á RódosVitinn í Faros við AlexandríuHægt er að skoða staðsetningu þeirra á...
Getið þið sýnt mér kort af sjö undrum veraldar?
Samkvæmt aldalangri hefð eru sjö undur veraldar talin vera þessi: Píramídarnir í GízaHengigarðarnir í BabýlonSeifsstyttan í OlympíuArtemismusterið í EfesosGrafhvelfingin í HalikarnassosKólossos á RódosVitinn í Faros við AlexandríuHægt er að lesa meira um þau í svörum við spurningunum:Hver voru sjö undur veraldar?H...