Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu?
Upphafleg spurning: Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu, gefið að ekki sé verið að velta fyrir sér öllum mögulegum útfærslum hverrar "aðgerðar" (með aðgerð á ég við til dæmis listsköpun, iðnað og svo framvegis)?Nei, vitaskuld er það ekki hægt. Hver einstakur atburður er nýr. Þegar...
Af hverju er hitastig og vatnsmagn lindáa nærri því jafnt yfir allt árið?
Frá fornu fari hafa straumvötn hér á landi verið greind í tvennt, bergvatnsár og jökulár. Skiptingunni ræður litur ánna, bergvatnið er blávatn en jökulvötnin eru lituð af aurnum, jökulsvarfi, sem þau bera með sér. Í Náttúrufræðingnum 19451 greindi Guðmundur Kjartansson bergvatnsár í lindár og dragár. Mest af því s...
Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?
Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...
Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...
Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!
Orðið makaskipti er gamalt í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá miðri 16. öld. Í þeim tilvikum sem þar er lýst er um skipti á jörðum eða jarðapörtum að ræða. Í Lögfræðiorðabók með skýringum stendur um makaskipti (2008: 272):Það að fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign eða þegar fasteign er ...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?
Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...
Hvað er flóðbið og hafnartími?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum. Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk...
Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?
Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður. Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veg...
Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa?
Baldvin spurði: Eru til íslensk Mensa-samtök eða er hægt að taka Mensa-próf á íslensku og fá það gilt til inngöngu? Mensa eru alþjóðleg samtök fólks með háa greind, stofnuð árið 1946. Hugmyndin var að skapa þessu fólki vettvang til að hittast og skiptast á skoðunum, og að hvetja til frekari rannsókna á mannleg...
Er líf á plánetum í öðrum sólkerfum? Og, sama hvert svarið er, er hægt að sanna það?
Það er algengur misskilningur að sannanir séu mikið notaðar í vísindum. Hins vegar er það svo í raun, að sannanir eru eingöngu notaðar í stærðfræði. Við getum sannað að hornasumma í venjulegum þríhyrningi sé 180° og að frumtölurnar séu óendanlega margar en við getum ekki sannað að orka varðveitist alltaf né heldur...
Er búið að finna öll frumefni alheimsins? Gæti verið að fleiri sé að finna til dæmis á öðrum reikistjörnum sólkerfisins?
Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 að tölu. Þegar sagt er að frumefni sé stöðugt (stable) er átt við að kjarnar þess - nánar tiltekið að minnsta kosti einnar samsætu þess - sundrist ekki sjálfkrafa vegna geislavirkni. Þyngsti stöðugi frumefniskjarninn er úran (uranium) sem hefur sætistöluna (atomic ...
Hvernig kemur maður hugmynd að tölvuleik á framfæri?
Fyrir nokkrum áratugum var leikjagerð tiltölulega einföld. Oft sá einn aðili um alla þætti framleiðslunnar: Hönnun, forritun, grafík og hljóð. Nú til dags er framleiðsluferli tölvuleikja töluvert frábrugðið. Á bak við hvern útkominn leik liggur oft á tíðum vinna hundruða, ef ekki þúsunda, manna og algengt er að ko...
Í hvaða viðskiptum eiga Nígeríumenn og Íslendingar?
Þegar minnst er á útflutning á vörum til Afríkuríkisins Nígeríu þá dettur sjálfsagt langflestum í hug skreið og það ekki að ósekju. Lengi vel var skreið helsta útflutningsvara til Nígeríu en á seinni árum hafa þurrkaðir fiskhausar sótt í sig veðrið. Lengst af hefur fiskur verið þurrkaður úti hér á landi en á sí...
Hvaða dýr búa í Kongó?
Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi. Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til stað...