Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 836 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru kvarkar?

Kvarkar eru þær agnir sem til dæmis róteindir og nifteindir eru gerðar úr. Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar hafa rafhleðslu -1/3 e eða +2/3 e (sjá töflu). Spurningin í heild var sem hér segir:Hvað eru kvarkar; er tilvist þei...

category-iconEfnafræði

Hvernig verður plast til?

Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni. Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní?

Hamstrar eru ekki ein tegund heldur er um að ræða 18 tegundir evrasískra spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia). Meðgöngutími þessara tegunda er nokkuð mismunandi. Svarið fer auðvitað eftir því hvaða hamstrategund spyrjandinn heldur á heimili sínu, en tegund sem kallast gullhamstur (e. golden hamster, Mesocric...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með orðinu gossúlur en ætla má að orðið eigi við um gjósandi gíg og þá að átt sévið stöðuga súlu upp úr honum. Þetta getur gerst í tvenns konar eldgosum, annars vegar ef basísk kvika á í hlut og hins vegar þegar kvikan er súr. Hvort tilvik hefur hlotið sér nafn. Í þeim ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?

Náttúruhamfarir geta verið ýmis konar, til dæmis vegna veðurs, eldgoss, vatnagangs eða jarðskjálfta. Það er vel þekkt að dýr geta sýnt einkennilega hegðun rétt fyrir jarðskjálfta og nokkrar kenningar eru uppi um hvað veldur því. Ýmsar breytingar verða í náttúrunni rétt fyrir mikla jarðskjálfta og það getur vald...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir. Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002. Blökkumaur (Lasius niger). M...

category-iconLandafræði

Hvað táknar serbneski fáninn?

Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi?

Upphaflega hljóðaði spurningin svo: Hvað merkir orðið soga í t.d. Sogavegur, Sogablettur, Sogið o.s.frv.? Sog er skylt sagnorðinu sjúga og fleiri orðum af þeim toga, til dæmis soga (sogast upp), súgur (dragsúgur), suga (blóðsuga). Í náttúrunni geta orð af þessu tagi bæði vísað til vinds og vatns. Í örnefnum ví...

category-iconVísindi almennt

Hver eru málin á A0-pappír?

Samkvæmt ISO-216 staðlinum gilda þessar reglur um A-röð pappírsarka:Hlutfallið á milli lengdar og breiddar á blaði er ferningsrótin af tveimur, það er að segja að við fáum út ferningsrótina af 2 ef við deilum í lengd blaðsins með breidd þess.Flatarmál A0 er einn fermetri.Blað af stærðinni A1 fæst með því að skera ...

category-iconEfnafræði

Hvað er teflon?

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...

category-iconUmhverfismál

Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...

category-iconHeimspeki

Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?

Þessari spurningu er erfitt að svara meðal annars vegna þess að það er ekki fullljóst hvað orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eiga að merkja nákvæmlega. Áður en við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað geti verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt er því við hæfi að íhuga aðeins merkingu orðanna. Í ein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta froskdýr orðið gömul?

Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...

category-iconNæringarfræði

Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?

Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?

Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á tei...

Fleiri niðurstöður