Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8339 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er Touretteheilkenni og erfist það?

Touretteheilkenni (e. Tourette Syndrome (TS) eða Tourette Disorder) er taugakvilli sem einkennist af kækjum - ósjálfráðum, hröðum, skyndilegum hreyfingum eða hljóðum sem koma endurtekið fyrir á sama hátt. Algengt er að sjúkdómnum fylgi einnig áráttu- og þráhyggjueinkenni, athyglisbrestur og ofvirkni. Mismunandi er...

category-iconHugvísindi

Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?

Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?

Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að vifta kælir í stað þess að loftið ætti að hitna við hreyfinguna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Viftan kemur lofti á hreyfingu. Aukin hreyfiorka veldur oftast hita. Hvernig stendur á því að vifta kælir?Ef vifta er í gangi inni í lokuðu rými kólnar loftið í rýminu ekki heldur hitnar smám saman. Í því felst lykillinn að þessari slungnu spurningu. Viftan kælir fleti sem eru ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?

Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?

Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?

John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flo...

category-iconLæknisfræði

Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?

Í galli eru gallsölt sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Þessi mikilvægu sölt hverfa þó ekki úr líkamanum þótt gallblaðran sé fjarlægð því gallið er ekki myndað í gallblöðrunni, heldur lifrinni. Eftir myndun berst það í gallblöðruna, þar sem það er geymt og styrkt með því að fjarlægja vatn úr því. Þaðan ...

category-iconStjórnmálafræði

Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?

Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...

category-iconHugvísindi

Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hver var Vasco da Gama? (Spyrjandi Matthías Rúnarsson) og Hver er uppruni Vasco da Gama? Hvernig tókst honum að sigla til Indlands og af hverju dó hann? (Spyrjandi Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir). Vasco da Gama (1460?-1524) var portúgalskur sæfari sem sigldi fyrstur s...

category-iconStærðfræði

Hvað eru ferningstölur og teningstölur?

Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Arnalds rannsakað?

Ólafur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann fæst við rannsóknir á íslenskum jarðvegi og á ferlum sem móta yfirborð og ástand vistkerfa. Jarðvegur er mikilvæg grunneining vistkerfa. Vegna mikillar eldvirkni og áfoks myndast afar sérstakur jarðvegur hérlendis. Grunnrannsóknir á eðli, myndun o...

category-iconVísindafréttir

Framlag vísindasamfélagsins — upplýst umræða um COVID-19

Vísindavefur Háskóla Íslands er opinn öllum fræðimönnum sem vilja leggja sitt af mörkum til upplýstrar umræðu um allt það sem tengist veirum og COVID-19. Mikilvægi vísinda, sérfræðiþekkingar og samvinnu á sem flestum sviðum er öllum ljóst um þessar mundir og Vísindavefurinn og Háskóli Íslands hvetja vísindamenn...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er kalt stríð?

Hugtakið kalt stríð vísar til stríðsástands milli tveggja fylkinga, án þess að bein hernaðarleg átök eigi sér stað. Í staðinn birtast átökin á annan hátt, til dæmis með áróðursherferðum, efnahagslegum og stjórnmálalegum aðgerðum, njósnum og svokölluðum staðgenglastríðum (e. proxy wars.) Nærtækasta dæmið um kalt...

Fleiri niðurstöður