Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?

EDS

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byggist upp spenna í bergi sem að lokum brotnar. Við það losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfinga – það verður jarðskjálfti. Rétt er að nefna að skjálftar geta líka orðið inni á miðjum flekum vegna staðbundins þrýstings en það er ekki nærri eins algengt og hitt. Nánar er fjallað um jarðskjálfta og flekahreyfingar í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? og í fleiri svörum hér á vefnum.

Flestir jarðskjálftar og flest eldgos í heimi verða á eldhringnum svokallaða umhverfis Kyrrahafið.

Langflestir jarðskjálftar í heiminum, og líka eldgos, verða á eldhringnum (Ring of Fire) svokallaða sem er skeifulaga belti umhverfis Kyrrahafið. Í vestri „steypist“ Kyrrahafsflekinn undir meginland Asíu, Filippseyja og Nýja-Sjálands; í austri undir meginland Suður- og Mið-Ameríku, en undir Norður-Ameríku kemur gliðnunin fram í San Andreas-sniðgenginu. Ástæða þess að virknin er svona mikil þarna er líklega sú að rekhraði (gliðnun, e. tectonic plate velocity) er miklu hærri á úthafshryggnum í Kyrrahafinu (East Pacific Rise) heldur en víðast annars staðar.

Um 90% allra jarðskjálfta verða á þessu belti. Það kemur því ekki á óvart að langflestir stærstu jarðskjálftar heims skuli verða umhverfis Kyrrahafið en um stóra jarðskjálfta má lesa í svari við spurningunni: Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni? Á vef Smithsonian-stofnunarinnar er að finna síðu þar sem sjá má myndrænt dreifingu jarðskjálfta og eldgosa frá árinu 1960 til dagsins í dag. Þar kemur glögglega í ljós hversu virkt svæðið umhverfis Kyrrahafið er.

Heimildir:


Sigurður Steinþórsson prófessor emeritus fær þakkir fyrir ábendingar og aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

31.7.2017

Síðast uppfært

29.11.2017

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

EDS. „Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2017, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21077.

EDS. (2017, 31. júlí). Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21077

EDS. „Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2017. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21077>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byggist upp spenna í bergi sem að lokum brotnar. Við það losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfinga – það verður jarðskjálfti. Rétt er að nefna að skjálftar geta líka orðið inni á miðjum flekum vegna staðbundins þrýstings en það er ekki nærri eins algengt og hitt. Nánar er fjallað um jarðskjálfta og flekahreyfingar í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? og í fleiri svörum hér á vefnum.

Flestir jarðskjálftar og flest eldgos í heimi verða á eldhringnum svokallaða umhverfis Kyrrahafið.

Langflestir jarðskjálftar í heiminum, og líka eldgos, verða á eldhringnum (Ring of Fire) svokallaða sem er skeifulaga belti umhverfis Kyrrahafið. Í vestri „steypist“ Kyrrahafsflekinn undir meginland Asíu, Filippseyja og Nýja-Sjálands; í austri undir meginland Suður- og Mið-Ameríku, en undir Norður-Ameríku kemur gliðnunin fram í San Andreas-sniðgenginu. Ástæða þess að virknin er svona mikil þarna er líklega sú að rekhraði (gliðnun, e. tectonic plate velocity) er miklu hærri á úthafshryggnum í Kyrrahafinu (East Pacific Rise) heldur en víðast annars staðar.

Um 90% allra jarðskjálfta verða á þessu belti. Það kemur því ekki á óvart að langflestir stærstu jarðskjálftar heims skuli verða umhverfis Kyrrahafið en um stóra jarðskjálfta má lesa í svari við spurningunni: Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni? Á vef Smithsonian-stofnunarinnar er að finna síðu þar sem sjá má myndrænt dreifingu jarðskjálfta og eldgosa frá árinu 1960 til dagsins í dag. Þar kemur glögglega í ljós hversu virkt svæðið umhverfis Kyrrahafið er.

Heimildir:


Sigurður Steinþórsson prófessor emeritus fær þakkir fyrir ábendingar og aðstoð við gerð þessa svars....