Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9284 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?

Að vissu leyti hefur þessari spurningu verið svarað áður hér á vefnum (sjá Kristján Rúnar Kristjánsson: Hvað er tómarúm? Er tómarúm "efni"?), en við viljum nú draga upp nokkrar hliðstæður til að skýra málið enn frekar. Að lokum munum við komast að því að tómarúmið er alls ekki tómt! Atóm eða frumeindir eru sett...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er innra minni í tölvum og til hvers er það?

Innra minni (e. internal memory) tölvu, eða öðru nafni vinnsluminni, geymir þær upplýsingar sem tölvan er að vinna með á hverju andartaki. Sérhvert forrit sem er í gangi á tölvunni þarf sinn skerf af þessu minni, mismikið eftir því hversu flókið forritið er og eftir því hversu miklar upplýsingar forritið þarf að h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?

Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology. Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað heitir áhaldið sem notað er til að slökkva á kertum?

Upphafleg spurning var svohljóðandi: Mig vantar gamalt íslenskt heiti yfir áhald sem notað er til að slökkva kerti. Áhaldið er úr málmi (kopar), ca. 20 cm löng stöng með píramíta á endanum sem settur er yfir logann og slekkur hann. Áhaldið sem spurt er um hefur fleiri en eitt nafn. Það hefur verið nefnt skarhjá...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær fæddist Astrid Lindgren og hvað hefur hún skrifað margar bækur?

Hér er hægt að hlusta á lög úr bíómyndum sem gerðar hafa verið eftir sögum Astridar Lindgren. Astrid Lindgren fæddist þann 14. nóvember árið 1907 á bænum Näs nálægt Vimmerby í Smálöndum í Svíþjóð.En þá hét hún ekki Astrid Lindgren heldur Astrid Anna Emilia Ericsson. Það var ekki fyrr en árið 1931,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið?

Sögnin að þreyja merkir 'þrauka, bíða e-s með eftirvæntingu' og er skyld sögninni að þrá. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi á bilinu 19. til 25. janúar. Þegar þorra lýkur tekur góan við en hún hefst á sunnudegi á bilinu 18. til 24. febrúar. Þetta eru venjulega köldustu og erfiðustu mánuðir ársi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru að jafnaði mörg atkvæði í orði í íslensku ritmáli?

Mér vitanlega hefur ekki verið gerð á því aðgengileg könnun hversu mörg atkvæði orð í íslensku hafa að meðaltali. Aftur á móti rannsakaði Magnús Snædal dósent hversu mörg atkvæði geti verið í orði og birti hann niðurstöður sínar í tímaritinu Íslenskt mál 14:173-207 undir heitinu „Hve langt má orðið vera”. Könnun h...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?

Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt: Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarð...

category-iconHeimspeki

Hvað er átt við þegar talað er um „eðli vísindalegra skýringa“?

Þegar talað er um eðli vísindalegra skýringa er átt við einkenni slíkra skýringa sem gera þær frábrugðnar annars konar skýringum, til dæmis hversdagslegum skýringum. En hvaða einkenni skyldu þetta vera? Lítum fyrst á skýringu á einhverju hversdagslegu fyrirbæri. Í bókinni Þannig hugsum við segir bandaríski hei...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?

SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF) notar. Á ensku er fullt heiti Special Drawing Rights og hefur það verið þýtt sem sérstök dráttarréttindi á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?

Nokkrir þættir koma við sögu þegar timburmenn koma í heimsókn. Má þar fyrst nefna að flestir áfengir drykkir innihalda aukaafurðir gerjunar sem mætti kalla aukaefni. Þessi aukaefni eru ein orsök timburmanna. Almennt gildir að eftir því sem drykkur er dekkri því meira er af aukaefnum í honum. En þótt drukkinn ...

category-iconVísindavefurinn

Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?

Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?

Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? má lesa almenna skýringu á því hvað felst í orðunum veðrun og rof en orðið jökulrof vísar til þess náttúrufyrirbæris sem rofinu veldur, það er að segja skriðjökla. Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást h...

Fleiri niðurstöður