Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9413 svör fundust
Hvað er Þingvallavatn djúpt?
Mesta dýpi í Þingvallavatni er 114 metrar en meðaldýpt þess er 34 metrar. Flatarmál þess er 82 ferkílómetrar og er því næststærsta stöðuvatn landsins á eftir Þórisvatni sem er 83-88 ferkílómetrar. Þórisvatn er miðlunarlón og stærð þess því breytileg. Þingvallavatn er hins vegar stærsta alnáttúrulega stöðuvatn land...
Er til orð sem merkir að vera ekki þyrstur, eins og andheitin saddur og svangur?
Hér er einnig svarað spurningu Berglindar Guðmundsdóttur: Hvaða eitt orð getur maður notað yfir það að vera ekki þyrstur?Eftir því sem best er vitað er ekki notað í íslensku andheiti orðsins þyrstur. Þyrstur er til dæmis ekki flettiorð í Íslenskri samheitaorðabók sem birtir andheiti séu þau kunn. Vissulega er ...
Hver er uppruni, aldur og merking orðsins "kverúlant"?
Orðið kverúlant er dönsk sletta en í dönsku er kværulant notað um þann sem er kvartsár og aðfinnslusamur. Það á rætur að rekja til latínu en sögnin qveror merkir að ‘kvarta yfir einhverju’ og nafnorðið qverulus er notað um þann sem kvartar. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er nú aðeins eitt dæmi um kverúlant...
Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?
Með fjármagnsskipan fyrirtækis er yfirleitt átt við það hvernig fjár er aflað til að standa undir rekstri og fjárfestingum þess. Sérstaklega er horft á það hve mikið af fénu er lánsfé og hve mikið er framlag eigenda en einnig er áhugavert að skoða til dæmis hvort lán eru tekin til langs eða skamms tíma. Þá eru til...
Hvað þýðir "prósent" og er til meira en 100%?
Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku, procent, sem er aftur tekið eftir þýska orðinu prozent. Þessi orð eru komin með nokkurri ummyndun af latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent. Við notum þessi orð til að lýsa hlutföllum og tölum þá til dæmis um "...
Af hverju erum við í nærbuxum? Er það félagslegt eða vegna þæginda?
Nærbuxur hafa væntanlega þróast fyrst sem hlífðarfatnaður, en öðlast síðan táknræna merkingu með ýmsum hætti í tímans rás. Mannfræðingar hafa í rannsóknum sínum fundið og sagt frá fjölmörgum þjóðflokkum víðs vegar um heim, sem ganga um án þess að fara í buxur eða skýlu. Því verður ekki sagt að nærbuxnan...
Hvað er hægt að hita bolla mikið með því að hella heitum drykk í hann?
Upphaflega spurningin var svona: Ef ég er með kaffibolla og risastóra kaffikönnu, helli heitu kaffi í bollann, tæmi hann strax og helli aftur heitu kaffi í hann, hitna ytri mörk rúmsins sem kaffið tekur (þar sem bollinn er heitur þegar kaffið lendir á honum), og ef svo er, væri hægt að bræða bollann með því að ...
Er einhver möguleiki á að olía finnist innan efnahagslögsögu Íslands?
Sagt er að snemma á öldinni hafi breskur jarðfræðingur, sem var að störfum í Austurlöndum nær, lýst því yfir að þar væri engin olía og að „hann skyldi sjálfur drekka hvern þann olíudropa sem þar kæmi úr jörðu." Yfirlýsing hins ógetspaka jarðfræðings var vafalaust í samræmi við þáverandi þekkingu manna, og út frá n...
Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?
Spurningin vísar trúlega í flugáætlanir flugfélaga en þar er algengt að gert sé ráð fyrir lengri flugtíma aðra leiðina en hina. Það stafar af því að vindi á flugleiðinni er misskipt þannig að hann er oftar í aðra áttina. Hér á Norður-Atlantshafinu eru suðvestlægir vindar ríkjandi, ekki síst í háloftunum þar sem þe...
Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?
Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga...
Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?
Orðatiltækið „the whole nine yards” mun vera bandarískt að uppruna og hefur verið notað frá miðjum 7. áratug 20. aldar. Merking þess er „allt”, „allt saman” eða „allt heila klabbið.” Uppruni orðatiltækisins er óþekktur þótt ekki vanti getgáturnar um hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að varpa ljósi ...
Hvenær var Thomas Moore uppi?
Thomas Moore var víðfrægt ljóðskáld og rithöfundur og var uppi frá 1779 til 1852. Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur þýtt ljóð eftir Moore sem heitir Huldumál. Valdir titlar á verkum sem hafa ekki verið þýdd á íslensku: THE POETICAL WORKS OF THOMAS LITTLE, 1801 EPISTLES, ODES AND OTHER POEMS, 1806 CORRUPTION ...
Hvað getið þið sagt mér um skötur?
Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...
Hvað er víkjandi lán?
Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum. Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tilt...
Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?
Þetta orðatiltæki heyrist gjarnan í bandarískum kvikmyndum og merkir "spyrjum að leikslokum" eða að ekki eigi að fullyrða neitt um úrslit keppni áður en hún er öll. Oft er það notað til að stappa stáli í menn til að þeir gefist ekki upp of fljótt. Upphaflega var orðatiltækið „The opera ain't over till the fat lady...