Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2875 svör fundust
Þessi síða fannst ekki
Vinsamlegast athugið hvort að slóðin sé rétt. Beiðnin um síðuna hefur verið skráð og mun vera skoðuð ef um villu er að ræða. ...
Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...
Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?
Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...
Hvernig verður tungumál til?
Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmá...
Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?
Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi....
Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári?
Rétt eins og við mennirnir, þá þroskast og eldast kettir hraðast á fyrsta hluta æviskeiðs síns þegar þeir taka út vöxt. Hjá mannfólkinu stendur þetta tímabil yfir í 15-20 ár en hjá köttum nær það yfir fyrstu tvö árin í lífi þeirra. Sérfræðingar í kattalíffræði hafa metið það svo að þegar kettir eru eins árs jafngi...
Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?
Náttúruhamfarir geta verið ýmis konar, til dæmis vegna veðurs, eldgoss, vatnagangs eða jarðskjálfta. Það er vel þekkt að dýr geta sýnt einkennilega hegðun rétt fyrir jarðskjálfta og nokkrar kenningar eru uppi um hvað veldur því. Ýmsar breytingar verða í náttúrunni rétt fyrir mikla jarðskjálfta og það getur vald...
Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?
Á móðurborði venjulegrar tölvu er rafhlaða sem sér um að geyma ýmsar stillingar fyrir móðurborðið. Þessum stillingum má breyta þegar tölvan er ræst með því að opna BIOS-stillingarnar áður en stýrikerfi tölvunnar ræsir sig upp. Rafhlaðan sér einnig um að keyra litla klukku ef móðurborðið missir rafmagn. Þannig getu...
Eru til hættulegir páfagaukar?
Það er ágæt þumalfingursregla að öll dýr geta verið hættuleg undir vissum kringumstæðum. Því stærri sem dýrin eru, þeim mun meira tjóni geta þau yfirleitt valdið. Stærstu páfagaukarnir eru með geysilega öfluga gogga og geta bitið fók illa. Einnig eru klær páfagauka hættulegar. Ósjaldan hafa orðið slys þegar stórva...
Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist? Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu...
Hvort er réttara að segja og rita pylsa eða pulsa?
Orðið pylsa er tökuorð í íslensku, líklegast úr dönsku pølse. Í nýnorsku og færeysku þekkist myndin pylsa, í sænsku pölsa og í sænskum mállýskum pylsa. Það þekkist í málinu frá því á 17. öld. Miðað við uppruna er rétt að skrifa pylsa með -y- en orðmyndin pulsa er framburðarmynd, hugsanlega fyrir áhrif frá dönsku. ...
Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?
Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...
Hvers vegna heitir Bolungarvík þessu nafni?
Víkur með þessu nafni eru kenndar við svera trjáboli, bolunga, sem rekið hefur á land. Eðlilegra þætti ef til vill að kenna þær við marga bolunga og hafa þá nafnið án –r-, Bolungavík. En í Landnámabók er Bolungarvík við Ísafjarðardjúp nefnd svo og þykir því rétt að hafa þá nafnmynd. Eðlilegt er að rita Bolungarví...
Hversu mikils virði er ein íslensk króna í dag miðað við eina krónu árið 1935?
Erfitt er að fá einhlítan mælikvarða á breytingu verðlags, sérstaklega yfir svo langt tímabil. Skýringarnar eru margar og ein er sú að vörur og þjónusta og neysla manna hafa breyst mjög á þessum tíma. Engu að síður má reyna að meta slíkar verðbreytingar með ýmiss konar verðvísitölum. Hér verður stuðst við svokalla...
Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?
Orðatiltækið „the whole nine yards” mun vera bandarískt að uppruna og hefur verið notað frá miðjum 7. áratug 20. aldar. Merking þess er „allt”, „allt saman” eða „allt heila klabbið.” Uppruni orðatiltækisins er óþekktur þótt ekki vanti getgáturnar um hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að varpa ljósi ...