Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5294 svör fundust
Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt?
Plöntur sem 'éta kjöt' stunda svokallað ránlífi, það er veiða sér dýr til matar. Með því fá þær mest af næringarefnum úr vefjum dýra. Það eru aðallega skordýr eða aðrar tegundir liðfætla (Arthropoda) sem finnast á matseðli slíkra plantna. Þessar plöntur mætti nefna ránplöntur. Þær hafa aðlagast aðstæðum í nærin...
Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina?
Hér er einnig fleiri spurningum svarað: Hvað er það í erfðarefninu sem greinir óskylda frá skyldum og er það öruggt? (spyrjandi Jóhannes Jensson). Varðandi DNA-greiningu? Er hægt að greina með DNA-rannsóknum hvort systkini eru í raun og veru alsystkini eður ei? (spyrjandi Hilmar Snorrason). Í erfðaefni okka...
Af hverju getum við ekki drukkið sjó?
Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni,...
Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes? Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næst...
Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?
Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...
Hverju er árið 2017 tileinkað?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag, ég var að reyna að finna á Netinu hvað árið 2017 heitir/stendur fyrir (samanber ár barnsins, ár hafsins og svo framvegis) en ég finn það hvergi. Getið þið frætt mig um það. Ég er leikskólakennari og hef stundum haft þemavinnuna í tengslum við árið. Það hefur lengi ...
Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ef maður er ekki í þjóðkirkjunni eða öðru trúfélagi, þá fara þeir peningar sem annars höfðu farið til þjóðkirkjunnar til Háskóla Íslands. Spurningin er í hvaða deild fara þessir peningar eða gerir háskólinn eitthvað sérstakt við þá og þá hef ég í huga alveg frá því að þessir pen...
Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...
Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...
Hver fann frumefnið argon?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers konar efni er argon? Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin? Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf ...
Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?
Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...
Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?
Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar ...
Hvernig myndast rauð millilög?
Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...
Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?
Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...
Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?
Það er hefð að nefna alla ránfugla (falconiformes) innan ættkvíslarinnar Falco, sanna fálka og verður þeirri venju haldið hér. Innan þessarar ættkvíslar þekkjast nú sennilega 37 tegundir. Ættkvíslaheitið Falco er komið af latneska orðinu falx sem merkir sigð og vísar til vængja fálkans sem eru sigðlaga. Helstu...