Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4222 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?

Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Mikki mús gamall?

Almenningur fékk fyrst að líta Mikka mús augum 18. nóvember 1928 í myndinni Steamboat Willie eða Gufubáturinn Villi (sjá skjáskot til hægri). Þessi dagur er jafnframt afmælisdagur Mikka sem gerir hann rúmlega 77 ára gamlan þegar þetta svar birtist í júlí árið 2006. Steamboat Willie er merkileg fyrir margar saki...

category-iconLífvísindi: almennt

Fyrir hvaða uppgötvanir voru Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði veitt árið 2014?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaða vísindamenn hlutu nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt? Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknisfræði árið 2014 voru veitt þeim John O´Keefe, prófessor við University College London, sem fékk helming verðl...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóða lögmál Keplers?

Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir n...

category-iconHugvísindi

Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég er nemandi og ég bý í Bandaríkjum. Ég hef mikinn áhuga á íslensku og ég vil tala málið án villna. Spurningin mín er um eignarfallið eftir tölum. Hvenær notum við eignarfall eftir tölum? Segjum við tvö þúsund manna eða tvö þúsund menn? Orðin sem ég hef sérstaklega áhuga á ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst?

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu (FA Premier League) var formlega sett á laggirnar 20. febrúar 1992 og tók við sem efsta deild ensku deildarkeppninnar (Football League) keppnistímabilið 1992-1993. Við það breyttust einnig nöfn neðri deildanna, önnur deild varð fyrsta, sú þriðja önnur og sú fjórða að þriðju. Deild...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju hefur ekki verið farið til Júpíters?

Hér er einnig svarað spurningunni “Af hverju hefur ekki verið lent á Júpíter?” Nokkur geimför hafa heimsótt Júpíter. Ekkert þeirra hefur þó lent þar því Júpíter er gasrisi og hefur þess vegna ekkert fast yfirborð. Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Júpíter var Pioneer 10 árið 1973. Það var fyrsta geimfarið ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?

Nikolai Mikhailovich Przewalski (1839 – 1888) er sennilega einn af merkari landkönnuðum vesturheims. Hann er maðurinn sem kom þá lítt þekktu landsvæði Mið-Asíu á kortið og gerði margar merkar uppgötvanir á lífríki svæðisins. Przewalski fór í nokkra stóra leiðangra á svæði sem nú tilheyra Úsbekistan, Kína og Mongól...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?

Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu ...

category-iconStærðfræði

Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?

Eins og fram kemur í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? telja margir að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið fyrsta tölvan. Hún var tekin í notkun árið 1946 og var engin smásmíði, vó 30 tonn og þakti 167 fermetra. Í áðurnefndu svari kemur einnig fram a...

category-iconBókmenntir og listir

Voru einhverjar konur að semja tónlist á 17. öld?

Það þótti sæma konum fyrr á öldum að kunna sitthvað fyrir sér í tónlist, en ætíð innan ákveðinna marka. Í karllægum heimi fengu þær yfirleitt litla hvatningu til tónsmíða eða annarra skapandi starfa. Þó tókst nokkrum ítölskum kventónskáldum að sinna hugðarefnum sínum á fyrri hluta 17. aldar og nutu þær virðingar f...

category-iconHeimspeki

Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?

Þessari spurningu er strangt til tekið ómögulegt að svara. Um leið og henni er svarað er sú forsenda sem spurningin hvílir á, að spurningunni sé ekki svarað, orðin ósönn. Skoðum þetta nánar: Hugsum okkur að einhver varpi fram spurningu sem við skulum kalla S. S gæti til dæmis verið „Hvert er skónúmer Bretlandsd...

Fleiri niðurstöður