Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9415 svör fundust
Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju segir maður "ég synti langt" og "ég stökk hátt", en "ég söng illa" og "ég keyrði glannalega"? Ætti maður þá ekki að segja "ég söng illt" og "ég keyrði glannalegt"? Eða "ég synti langa" og "ég stökk háa" Hvaða lógík er á bakvið þetta? Í spurningunni er um að...
Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvar...
Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?
Svartþröstur (Turdus merula) er nýlegur landnemi á Íslandi en fyrsta staðfesta varp hans hér á landi var árið 1969. Til að byrja með var varpið nokkuð óreglulegt en um 1991 voru svartþrestir farnir að verpa reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur kom hingað vorið 2000 og eftir það tók varpstofninn að eflast og ...
Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar? Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt...
Hvað er sólin lengi að koma upp?
Svarið við þessari spurningu fer eftir staðsetningu athuganda og árstíma. Í almanaki Háskóla Íslands reiknast ris og setur eftir því hvenær efri rönd sólar ber við láréttan sjóndeildarhring (það er hafsbrún, ef athugandi er við sjávarmál). Með öðrum orðum telst sólaruppkoma þegar fyrst örlar fyrir sólinni, og sóla...
Hvað eru litir?
Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...
Ef skjaldbaka byrjar kapphlaup við hest með 100 m forskoti, getur hann einhvern tímann náð henni?
Spurningunni hér að ofan hafa menn velt fyrir sér frá því um 450 f. Kr. en þá setti Zenón, grískur heimspekingur sem bjó í borginni Elea á suður Ítalíu, fram eftirfarandi þverstæðu (og kallaði til leiks Akkilles þann er var mestur kappi í liði Grikkja við Trjóuborg): Akkilles þreytir kapphlaup við skjaldböku en ...
Hvað endist matur lengi?
Inngangur Öll matvæli skemmast fyrr eða síðar og fyrir flesta takmarka skemmdir endingartíma matvæla. Við skemmdir breytast ákveðnir eiginleikar matvæla þannig að þau eru ekki lengur boðleg til neyslu. Mjög oft stafa skemmdir af völdum örvera en einnig geta matvæli orðið óhæf til neyslu vegna ýmissa óæskilegra...
Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?
Í þessu svari verður notaður rithátturinn Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur á nöfnum lykilpersónanna tveggja, eins og gert er í Egils sögu og Landnámabók. Að rita nöfn þeirra í einu orði þekkist þó víða í íslenskum textum, Kveldúlfur og Skallagrímur, og gagnlegt er að hafa báðar útgáfurnar í huga þegar leitað er upplýs...
Hvað getið þið sagt mér um lundann?
Segja má að lundinn (Fratercula arctica) sé einkennisfugl Vestmannaeyja. Hann er af svartfuglaætt (Alcidea) eins og svo margar aðrar bjargfuglategundir við Ísland og stofnstærð hans er mikil. Lundinn er ekki sérlega stór, um 30 cm á lengd, með vænghaf upp á 47-63 cm og vegur 300-450 g. Margt er sérstakt við líffræ...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...
Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?
Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:sendandi --> boð --> viðtakandiÞað er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur...
Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?
Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...
Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...
Hvað getur þú sagt mér um Georgíu?
Georgía er í vesturhluta Kákasus, liggur að Svartahafi og á landamæri að Rússlandi, Aserbaídsjan, Armeníu og Tyrklandi. Eins og Armenía og Aserbaídsjan var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991. Georgía er um 69.700 km2 að flatarmáli og er áætlað...