Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9286 svör fundust
Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?
Orðið olnbogi er ytri hluti liðar milli fram- og upphandleggjar. Sögnin að olnboga merkir að ‘reka olnbogann í, hrinda frá sér með olnboganum’. Oft er talað um að menn hafi þurft að olnboga sig áfram í þrengslum, til dæmis á skemmtunum. Olnbogabarn er þá barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barnið sem verður f...
Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?
Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...
Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?
Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...
Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?
Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...
Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt?
Orðasamband með sögninni að berast og nafnorðinu banaspjót er þekkt þegar í fornmáli sem berask banaspjót eptir í merkingunni 'sækja hvor að öðrum með vopni' (það er elta hvor annan með vopnum) og eru dæmi um það fram eftir öldum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr orðtakasafni Guðmundar Ólafssona...
Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?
ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar. Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grun...
Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?
Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...
Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?
Það gæti reynst þrautin þyngri að ákvarða hve mikið hraun kæmist fyrir innan Reyðarfjarðar. Hins vegar er lítið mál að gera slíkt ef teningur er búinn til úr öllu hrauninu þar sem botnflötur hans væri ferkílómetrafjöldi Reyðarfjarðar og hæðin væri fyrirfram ákveðin. Til vinstri má sjá Hólmatind.Flestir eiga ekki ...
Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?
Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...
Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?
Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka let...
Hvað merkir "að kalla ekki allt ömmu sína" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðatiltækið að kalla ekki allt ömmu sína merkir að ‘blöskra ekki allt, vera hvergi smeykur, láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna’. Uppruninn er ekki fullljós en sennilega hefur einhver komist svo að orði í gamni og sambandið orðið fleygt. Þessi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að tölvunotkun. Halldór H...
Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?
Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...
Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti?
Viðskeytin –ismi og –isti bera sjálf enga merkingu en þau setja þau orð sem þeim er skeytt við í ákveðna merkingarflokka. Viðskeytið –ismi er ekki virkt til nýmyndunar í íslensku en það er notað við aðlögun tökuorða sem borist hafa hingað úr dönsku með viðskeytinu –isme eða úr ensku með viðskeytinu –ism. Þannig tá...
Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?
Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...
Hver er stærsti skóli landsins og hvað eru margir krakkar í honum?
Á heimasíðu Hagstofu Íslands má finna margs konar fróðleik, meðal annars upplýsingar um fjölda nemenda í einstökum skólum á öllum skólastigum. Þegar þetta er skrifað, í lok maí 2009, eru reyndar ekki komnar upplýsingar um árið 2009 eins og spurt var um, þannig að svarið miðast við árið 2008. Að meðaltali voru ...