Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5295 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?

Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mörg gen fáum við frá hverjum forföður?

Með bættum aðferðum til að greina erfðabreytileika manna á milli og betri líkönum í stofnerfðafræði hefur möguleikinn á að svara spurningu eins og þessari aukist mikið. Með því að nota sameindagreiningar má finna hvaða litningar og hlutar þeirra koma frá föður, móður, öfum, ömmum og fjarskyldari forfeðrum. Marg...

category-iconVísindavefurinn

Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?

Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda, var íslensk verkalýðshreyfing enn ung að árum. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð undir lok 19. aldar en sum þeirra entust stutt. Önnur komu þó í kjölfarið og smám saman efldist hreyfingin. Tveimur árum fyrir fullveldið var Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum félögum ...

category-iconHagfræði

Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?

Viktor spurði sérstaklega um íslenska banka árið 1944 og upprunaleg spurning Árna hljóðaði svona: Hvert var gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni og dollar árið 1944? Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Skýrðist það af því að Danmörk var hertekin af Þjóðverjum ...

category-iconEfnafræði

Af hverju frýs sjórinn ekki?

Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?

Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því. Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir en sögusagnir um tengingu þarna á milli hafa þó komist á kreik. 5G-fjarskiptanet er ný (fimmta) kynslóð fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun. Orsök COVID-19 er veira sem ...

category-iconHeimspeki

Hefur einhver breyting verið gerð á stjórnarskránni frá hruni?

Já, ein breyting hefur verið gerð en hún var tímabundin og er nú fallin úr gildi. Vorið 2013 – eftir að þáverandi stjórnarmeirihluti féll frá því að láta reyna á að koma stjórnarskrárfrumvarpi byggðu á frumvarpi Stjórnlagaráðs í gegnum þingið – náðist samkomulag um þá breytingu á stjórnarskránni að næsta kjörtímab...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hafa lifandi dúfur verið notaðar í skotkeppni á Ólympíuleikunum?

Upprunalega spurningin var: Er hægt að segja aðeins frá því þegar það voru notaðar alvöru dúfur á Ólympíuleikunum í skotkeppninni? Margt af því sem einhvern tíma hefur átt sér stað í sögu Ólympíuleikanna kann að koma spánskt fyrir sjónir í dag. Meðal þess er notkun á lifandi dúfum í keppni í skotfimi. Þe...

category-iconKynjafræði

Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?

Á heimasíðunni Hinsegin frá Ö til A, þar sem finna má fjölbreyttan fróðleik um hinsegin málefni, er gagnkynhneigðarhyggja (e. heterosexism eða homophobia) skilgreind á eftirfarandi máta: Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?

Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...

category-iconHagfræði

Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóða lögmál Keplers?

Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er eðlisvarmi vatns svona hár?

Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til um hversu mikla orku/varma þarf til þess að hækka hitastigið á einu kílógrammi af efninu um eina gráðu. Formúlan fyrir eðlisvarma er $$c={Q\over m\cdot\Delta T}$$ þar sem $Q$ er orka/varmi sem fer í að hita efnið, $m$ er massi efnisins og $\Delta T$ er hitastigshæk...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna breytist rjómi í smjör þegar hann er strokkaður?

Áður var strokkur notaður til að breyta rjóma í smjör. Gamaldags strokkur er hátt og mjótt ílát, vanalega úr viði, sem í er bulla eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Bullan er hreyfð upp og niður og snúið í rjómanum þar til þéttur, gulur massi flýtur ofan á vökvanum. Þennan massa köllum við smjör en vökvinn...

Fleiri niðurstöður