Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7661 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hægt að hita bolla mikið með því að hella heitum drykk í hann?

Upphaflega spurningin var svona: Ef ég er með kaffibolla og risastóra kaffikönnu, helli heitu kaffi í bollann, tæmi hann strax og helli aftur heitu kaffi í hann, hitna ytri mörk rúmsins sem kaffið tekur (þar sem bollinn er heitur þegar kaffið lendir á honum), og ef svo er, væri hægt að bræða bollann með því að ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)?

Það sem grænmetisætur þurfa að huga að í sínu mataræði, er meðal annars prótein, B12- vítamín, og ýmis steinefni, svo sem járn, sink og kalk. Þessi næringarefni eru öll til staðar í kjötvörum (að vísu innihalda kjötvörur lítið kalk), en í minna mæli í grænmetisfæði. Mjólkurvörur með grænmetisfæði tryggja nægil...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er búddismi?

Búddismi er trúarkenning og heimspeki boðuð í Indlandi af Gautama Buddha sem var uppi fyrir um 2500 árum (menn deila um nákvæmar dagsetningar en almennt er litið svo á að hann hafi fæðst um 563 og dáið um 483 fyrir Krist.) Búddistar líta svo á að allt í heiminum sé hverfult. Ekki bara líkami mannsins heldur han...

category-iconBókmenntir og listir

Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?

Útlit spilastokka hefur þróast mjög þær aldir sem þeir hafa verið þekktir og notaðir í Evrópu og engum einum manni er hægt að eigna hönnun þeirra. Helstan má þó nefna Charles nokkurn Goodall – flest spil eru enn þann dag í dag byggð á hans hönnun, með mannspilum sem speglast um miðju svo á þeim vísar ekkert upp eð...

category-iconVeðurfræði

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?

Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?

Hafrannsóknastofnun hefur gert stofnstærðarrannsóknir á þeim tegundum hvala sem kemur til greina að nýta á næstu árum. Þessar tegundir eru langreyður (Balaenoptera physalus), hrefna (Balaenoptera acutorostrata) og sandreyður (Balaenoptera borealis). Samkvæmt talningunum eru um 16.000 langreyðar á hafsvæðinu mil...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?

Þetta orðatiltæki heyrist gjarnan í bandarískum kvikmyndum og merkir "spyrjum að leikslokum" eða að ekki eigi að fullyrða neitt um úrslit keppni áður en hún er öll. Oft er það notað til að stappa stáli í menn til að þeir gefist ekki upp of fljótt. Upphaflega var orðatiltækið „The opera ain't over till the fat lady...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er svokallað glæpagen, og hver eru einkenni þess?

Leitin að fædda afbrotamanninum er orðin löng og ströng. Fyrsta uppgötvunin sem þótti benda til að glæpahegðan væri arfbundin kom frá ítalska fangelsislækninum Cesare Lombroso árið 1876. Hann taldi á grundvelli athugana sinna að fangar hefðu líffræðileg einkenni sem gerðu þá frábrugðna öðrum borgurum og skýrðu afb...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef flugvél leggur af stað til Ameríku kl. 17:30 og lendir kl.17:30 er þá klukkan alls staðar 17:30 þar sem flugvélin flýgur yfir?

Svarið er bæði já og nei. Hægt er að haga flugi þannig að sólartími sé sá sami alla leið. Staðartími sem menn lesa af klukkum í flugvélinni eða á jörðinni fyrir neðan hana breytist samt um hálftíma til eða frá á leiðinni. Í raunverulegri flugvél er breytingin vafalaust meiri en svo enda er flugið þá ekki miðað ein...

category-iconLífvísindi: almennt

Finnast steingerðir ammonítar hér við land?

Ammonítar eða ammonshorn er undirflokkur sælindýra af flokki kolkrabba. Þeir eru með klefaskipta, oft kuðungslaga, ytri skel. Ammonítar voru sunddýr og flestar tegundirnar með mikla landfræðilega útbreiðslu. Ammonítar þróuðust hratt og mikið var um nýmyndun og útdauða tegunda, einkum á miðlífsöld. Þeir eru því víð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða dýrategund er elst?

Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...

category-iconLögfræði

Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem fullgiltur var af Íslands hálfu árið 1992, segir í 19. gr. aðaðildarríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanræksl...

category-iconFöstudagssvar

Hefur villuboðið: "ERROR: Keyboard not attached. Press F1 to continue" komið fram í einhverju stýrikerfi?

Þrátt fyrir mikla leit höfum við ekki fundið öruggar heimildir fyrir því að þetta sé til. Hins vegar er spurningin náttúrlega dæmi um hroka okkar mannanna gagnvart eigin sköpunarverki okkar, tölvunum. Svona teljum við okkur óhætt að gera grín að þeim í trausti þess að þær geti ekki svarað fyrir sig að eigin frumkv...

category-iconLögfræði

Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?

Meginreglan um einkunnir við Háskóla Íslands er í 1. mgr. 61. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands og hljóðar svo:Einkunnir skulu gefnar í heilum, eða heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs. Aðaleinkunn reiknast með tveimur aukastöfum, og er 9,0 - 1...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?

Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér. Tökum dæmi. Þríhyrningurinn á myndinni hér á eftir hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°. Um þe...

Fleiri niðurstöður