Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf?

Eins og fram kemur í svörum við spurningunum 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' og 'Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?' þá myndast norður- og suðurljósin við það að hlaðnar eindir, sem hreyfast hratt eftir segulsviðslínum jarðarinnar, rekast á sameindir og frumeindir í lofthjúpnu...

category-iconUmhverfismál

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?

Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Sést á árhringjum gamalla trjá hvort þau hafa skaðast á sínum fyrstu uppvaxtarárum?

Skaðist tré á sínum fyrstu uppvaxtarárum kemur það gjarnan fram en það fer eftir eðli og umfangi skemmdanna hversu auðvelt er að greina skaðann í árhringjum. Einhverjir algengustu skaðar á ungum trjám á Íslandi eru vegna beitar, kals eða saltskemmda. Skemmdir af þeim völdum leiða til þess að toppsproti trjánna d...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um djöflaskötur?

Heitið djöflaskötur nær bæði yfir ætt brjóskfiska, Mobulidae, og eina tegund þeirrar ættar, Manta birostris, sem er hin eiginlega djöflaskata og er stærst sinnar ættar. Djöflaskötur hafa allt að 7 metra uggahaf og geta orðið 1300 kg á þyngd. Þær nærast á svifi (krabbadýrum og seiðum) og lifa einkum í heitum sjó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður hellu fyrir eyrun?

Eyrað skiptist í þrjá hluta, úteyra sem er hin sýnilega blaðka eyrans og hlustin, miðeyra eða hljóðhol og inneyra eða völundarhús. Bæði úteyrað og hljóðholið eru fyllt lofti en hljóðhimnan skilur á milli þessara tveggja hluta eyrans. Hella í eyrum stafar af þrýstingsmun yfir hljóðhimnu eyrans. Hún kemur fram þe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er spjaldbein og til hvers er það?

Spjaldbein (sacrum) er stórt þríhyrningslaga bein neðst á hryggnum sem myndar afturhluta mjaðmagrindar. Það er í raun myndað við samruna fimm hryggjarliða neðan við lendarliðina og ofan við rófubeinið (coccyx). Það myndar liðamót á tveimur stöðum við mjaðmarbeinið. Spjaldbein konu, séð að framan (anterior). Spja...

category-iconVísindi almennt

Hvað er parísarhjólið í London hátt?

Farþegar í Lundúnaauganu (e. London eye) sem er stærðar parísarhjól í Lundúnum, ná alls 135 metra hæð. Það er helmingi hærra en frægt parísarhjól í Vínarborg lyftir mönnum og 30 metrum hærra en japanskt hjól í Yokohama, en það var áður hæsta skemmtitæki af þessari tegund. Á vefsíðu Lundúnaaugans er safn ýmissa ...

category-iconLandafræði

Hver er stærsti kaupstaður á Íslandi fyrir utan Reykjavík?

Eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hver er stærsti kaupstaður á landinu? er með góðri samvisku hægt að kalla Reykjavík kaupstað. Hið sama gildir um Kópavog en það er annað fjölmennasta sveitarfélag landsins. Þann 1. desember 2003 voru íbúar í Kópavogi alls 25.291. Konur voru aðeins fleiri...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað hefur Astrid Lindgren skrifað margar bækur?

Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvenær fæddist Astrid Lindgren og hvað hefur hún skrifað margar bækur? kemur fram að barnabækur hennar eru samtals 40 auk þess sem hún gerði fjöldann allan af myndabókum. Emil í Kattholti að tálga einn af sínum mörgu spýtukörlum. Um 40 kvikmyndir og sjónvarpsþæt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?

Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta eplatré vaxið á Íslandi?

Já. Mörg dæmi eru um að fólk hafi ræktað eplatré með ágætum árangri hér á landi. Eplatré eru að vísu flest ættuð frá svæðum þar sem sumur eru lengri og hlýrri en hér gerist og því eru þau fremur illa aðlöguð íslensku veðurfari. Einkum vaxa þau lengi fram eftir hausti og verða því fyrir skemmdum í íslenskum ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast afkvæmi og hvernig liti hvolpurinn þá eiginlega út?

Vissulega gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast saman afkvæmi þar sem um sömu dýrategund er að ræða. Það er nær öruggt að æxlunin yrði að fara fram með hjálp mannsins þar sem stærðarmunur og ýmis annar munur á líkamsbyggingu ræktunarafbrigðanna kemur í veg fyrir æxlun við venjulegar kringumstæður...

category-iconBókmenntir og listir

Var Zorro raunverulega til?

Zorro er skáldsagnapersóna sem fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1919. Þá skrifaði rithöfundurinn Johnston McCulley um Zorro í tímaritið All-Story Weekly. Síðan þá hefur Zorro lifað góðu lífi í bókmenntum og bíómyndum. Síleanski rithöfundurinn Isabel Allende hefur meðal annars skrifað eins konar skáldaða ævisögu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það?

Grindill er bær í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Nafnið er í Landnámu, “á Grindli” (Íslensk fornrit I:243). Í sumum handritum stendur Grilli og eru dæmi frá 15. öld um þá mynd (Íslenskt fornbréfasafn IV:250). Myndin Grillir hefur verið algengust í mæltu máli fram á þennan dag. Nafnið telur Margeir Jónsson upphaf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?

Fengitími refa er í mars og fyrri hluta apríl og meðgangan tekur um sjö og hálfa viku. Við got eru yrðlingarnir blindir og opnast augu þeirra eftir rúman hálfan mánuð. Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan sem hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjöldi yrðlinga í hverju goti er að meðaltali um 5-...

Fleiri niðurstöður