Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9415 svör fundust
Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?
Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefn...
Eyðast demantar aldrei?
„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...
Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?
Stutta svarið við spurningunni er að geithafurinn í skjaldarmerki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla. Geithafurinn er sóttur til lýsingar á landnámi Grindavíkur, eins og greint er frá því í Landnámabók. Þar kemur fram að Molda-Gnúpur og synir hans hafi byggt Grindavík. Í frá...
Hvernig myndast kynfrumur?
Upphaflega spurningin var eftirfarandi:Hvernig skapar líkami okkar sáðfrumur? Kynfrumur þroskast í kynkirtlum frá upphafi kynþroska og halda áfram að þroskast fram að tíðahvörfum hjá konum en nokkurn veginn út ævina hjá körlum. Tilurð kynfruma má þó rekja allt til fyrstu vikna fósturþroska rétt eftir hreiðrun f...
Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?
Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mæld...
Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?
Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...
Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?
Þessi spurning virðist byggja á þeirri hugmynd að ljós og ljóseindir séu tvennt aðskilið. Svo er ekki. Segja má að ljós sé straumur ljóseinda, þótt í sumum tilvikum sé betra að lýsa því sem bylgju (sjá nánar í þessu svari eftir Kristján Leósson). Varðandi seinni hluta spurningarinnar má benda á að í grunninn er...
Hvert er elsta dýr í heimi?
Kúskel (Arctica islandica) telst langlífasta dýrið sem vitað er um. Árið 1982 fannst eintak úr Mið-Atlantshafi með 220 hringjum sem taldir eru árhringir – sé það satt var skelin 220 ára gömul. Eitt langlífasta spendýrið er maðurinn Shigechiyo Izumi frá Japan, f. 29. júní 1865 en staðfest er að hann náði 120 ára...
Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?
Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna ...
Hvernig beygist nafnið Sigþór?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig beygist nafnið Sigþór? Það er svo algengt að fólk segi 'Sigþóri' í þgf. Er það ekki vitlaust, beygist það ekki eins og Þór?Samkvæmt upplýsingum frá ordabok.is beygjast nöfnin Sigþór og Þór eins og sýnt er hér á eftir. Nöfnin beygjast eins nema í þágufalli. Nefn...
Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?
Kolvetni eru gerð úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O), rétt eins og fita. Uppröðun frumefnanna og innbyrðis hlutföll eru aftur á móti mismunandi. Kolvetni eru gerð úr kolefnishring sem á hanga vetnis- og súrefnisfrumeindir. Fituefnið þríglýseríð, sem er algengasta fæðufitan, er gert úr þremur f...
Af hverju er Írland kölluð Græna eyjan?
Írland er kölluð “Græna eyjan” vegna þess að 4/5 af nýtanlegu landi hennar eru beitilönd með grænu, ilmandi grasi. Írland er næststærsta eyja Bretlandseyja og er láglent með miklu mýrlendi, heiðum og vötnum. Eyjan er þó girt með vogskorinni og fjöllóttri strönd að vestanverðu. Á Írlandi er temprað úthafsloft...
Hvaða orð eru til á íslensku um rigningu?
Orðið rigning er kvenkyns nafnorð. Til forna var einnig til karlkynsorðið rigningur, en önnur merking þess er ánamaðkur. Önnur orð um rigningu eru til dæmis: úrfelli, úrkoma, regn, úrhellisrigning, suddi, regndemba, skrumba, deyfa, deyfla, hraglandi, regn, regnskúr, rekja, slepja, úði, úrfelli, slúð, vatnsveðu...
Af hverju er þotuliðið kallað svo?
Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn. Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slí...
Hvað eyðir meðalmaður miklum pening í matvörur á ári?
Eftir því sem næst verður komist vörðu Íslendingar um 64 milljörðum króna í kaup á matvörum árið 2002. Þann 1. desember það ár voru Íslendingar 288 þúsund svo að hver og einn keypti matvörur fyrir um 222 þúsund krónur að meðaltali. Að auki keyptu landsmenn óáfenga drykki fyrir tæpa tólf milljarða og áfenga drykki ...