Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 931 svör fundust
Á hvaða snoðir komast menn?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það? Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoð...
Hvers konar sjón er nasasjón?
Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá. Elst ...
Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?
Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjósku...
Hvað er líftækni?
Líftækni (e. biotechnology) er mjög víðtækt hugtak og ekki létt að skilgreina það í stuttu máli. En skilgreining gæti til dæmis verið þessi: Líftækni er sérhver tækni þar sem líffræðilegum kerfum, lífverum eða hlutum þeirra, er beitt til að framleiða vörur eða breyta vörum eða vinnuferlum til ákveðinna nota. Lí...
Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?
Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...
Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast?
Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu. Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...
Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini. Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í bl...
Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?
Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...
Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Hvað er lóbótómía? (Ingibjörg) Hvað var lóbótómía, til hvers var hún notuð og virkaði sú aðferð? (Þórhildur) Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður....
Hvað heita hringir Satúrnusar?
Eitt helsta einkenni plánetunnar Satúrnusar er hinn stóri baugur sem umlykur hana. Þessi baugur er ekki einn stór samfelldur hringur heldur er hann samsettur úr fjölmörgum smærri hringjum. Nánar má lesa um hringi Satúrnusar hér. Í eftirfarandi töflu eru taldir upp þeir hringir sem þekktir eru í dag ásamt stærð...
Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?
Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...
Hvað er snefilspíra?
Þessa spurningu fengum við nýlega á Vísindavefinn og með henni fylgdu orðskýringar:Snefilspírur = smáaurar; snefill = ögn, spírur = peningarAð eiga ekki snefilspíru = vera skítblankurSnefilspíra = hægt að nota við uppsetningar, stutt oddhvöss stoð eða spíra Snefilspíri = léttáfengur drykkur (malt, pilsner, lélegur...
Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?
Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...
Hver fann upp táknmálið?
Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:Táknmál er ekki alþjóðlegt h...
Hvað er selen og til hvers þurfum við það?
Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...