Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð?

Sápufroðan er að mestu leyti loft, með þunnum vökvaveggjum á milli sem hólfa loftið af. Ljósgeislar sem falla á froðuna speglast margoft á leið sinni inn í froðuna og síðan út aftur, óháð öldulengd (lit). Við þessa margspeglun (margfalda stefnubreytingu) týnast upplýsingar um úr hvað átt ljósið kom, svo froðan var...

category-iconVísindi almennt

Hvenær varð fyrsta bílslysið?

Árið 1769 smíðaði franskur vélfræðingur að nafni Nicolas Joseph Cugnot (1725 - 1804) farartæki sem margir telja vera fyrstu bifreiðina. Ökutækið var gufuknúið og franski herinn notaði það til að draga fallbyssur. Farartæki Cugnot var þungt og klunnalegt og náði ekki nema sex kílómetra hraða á klukkustund. Ekki var...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarregla?

Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar vex fjalldalafífill?

Fjalldalafífill (Geum rivale), einnig kallaður biskupshattur, er blómplanta af rósaætt (Rosaceae) en til þeirrar skrautlegu ættar teljast rúmlega 2000 tegundir í um 100 ættkvíslum. Kjörlendi fjalldalafífilsins eru grasríkir móar og hvammar og gil sem eru ekki þurr. Fjalldalafífillinn er algengastur á Vestur- og...

category-iconStærðfræði

Hvort hækkar maður 44,444444444 í 44,45 eða lækkar í 44,44?

Við námundun er alltaf farið eftir síðasta tölustafnum á eftir þeim sem ætlunin er að námunda að. Hér ætti sem sagt að horfa á þriðja fjarkann á eftir kommunni: 44,444444444. Ef þessi tölustafur er 0, 1, 2, 3 eða 4 á að námunda niður, það er lækka töluna. Það á við í þessu tilfelli, svo svarið er 44,44. Ef töl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?

Elsta heimild fyrir nafninu er Landnámabók (385 og 387) en þar segir að Grímur nam Grímsnes. Ekki er getið föðurnafns hans en hann bjó fyrst í Öndverðarnesi og síðan að Búrfelli. Grímsnes hefur því líklega átt við þann hluta sveitarinnar sem næst liggur ármótum Sogs og Hvítár. Hér sést suðurhlutinn á hinu eiginl...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðatiltækið „að fara fyrir ofan garð og neðan“ komið og hvað þýðir það?

Orðið garður í orðasambandinu að fara fyrir ofan garð og neðan er notað um hleðslu í kringum tún. Í eldra máli var garður einnig notað um stórbýli í sveit. Orðasambandið þekkist í málinu frá því á 19. öld og í elstu dæmum í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er fleirtalan algengari, það er fyrir ofan garða og neðan. ...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?

Kjúklingabaunir, sem einnig eru nefndar kíkertur á íslensku, eru fræ af runnanum Cicer arietinum. Hér til hliðar sést mynd af runnanum og fræjunum. Rómverjar kölluðu fræ eða baun runnans cicer og af því heiti á nafn rómverska stjórnmálamannsins og mælskusnillingsins Ciceros að vera dregið. Sagan segir að einn forf...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við þegar sagt er "þú ert kýrfættur"?

Orðið kýrfættur merkir ‘útskeifur’ og virðist upphaflega fyrst og fremst hafa verið notað um hesta. Hestur er sagður kýrfættur ef styttra er á milli hækilbeinanna en hófanna. Gangurinn minnir þá dálítið á kú. Orðið virðist eitthvað hafa verið notað um fólk og þá um þá sem eru útskeifir, ganga þannig að tærnar vísa...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?

Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?

Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma?

Rannsóknir hafa verið í gangi og tilraunir gerðar með að nota veirur, þar á meðal HIV-veiruna, sem 'genaferjur' -- það er láta þær smita gallaðar frumur með erfðaefni sem bætir þær. Vænta má verulegs læknisfræðilegs árangurs af þessum rannsóknum fyrr eða síðar, en langt er í land að aðferðum sem þessum verði almen...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum?

Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir" (Píkutorfan, bls. 90).Ekkert einhlítt svar er til við því hvað femínismi er en þessi einfalda skilgreining ungrar stúlku í Píkut...

category-iconHugvísindi

Hver var Comenius? Hvað gerði hann sögulegt?

John Amos Comenius, eða Jan Ámos Komenský eins og hann heitir á tékknesku, fæddist 28. mars 1592 í bænum Nivnice í Móravíu, sem tilheyrir nú Tékklandi en heyrði undir veldi Habsborgara á þeim tíma. Hann var þekktur trúarleiðtogi mótmælenda, en er frægastur fyrir að hafa bylt uppeldisfræðum samtímans og komið fram ...

Fleiri niðurstöður