Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7751 svör fundust
Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?
Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...
Af hverju er fólk loðið undir höndunum?
Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt. Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa s...
Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi? Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæk...
Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?
Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga. Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verk...
Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er það rétt að maður fái minni túrverki ef maður er á pillunni og geta verið aukaverkanir af henni? Það er rétt að getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum. Túrverkir eru krampar eða verkir í kvið og mjaðmagrind sem fylgja tíðablæðingum. Túrverkir eru mjög breyti...
Af hverju eru Hafnfirðingar stundum kallaðir Gaflarar?
Svo virðist sem orðið Gaflari sé bundið Hafnarfirði og að Gaflari sé þá samheiti við Hafnfirðingur. Orðið má rekja aftur til kreppuáranna á milli stríða þegar litla vinnu var að fá og menn í Hafnarfirði biðu við gafla tveggja húsa eftir því hvort einhvern eða einhverja þyrfti til vinnu þann daginn. Orðið gafl merk...
Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?
Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...
Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?
Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt....
Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumsendur í stærðfræði, án þess að sanna þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumreglur í stærðfræði, án þess að sanna þær? Sem fræðigrein er stærðfræði byggð upp þannig að nýjar niðurstöður eru leiddar út (sannaðar) á grundvelli þeirra niðurstaðna sem þegar eru komnar. Í upphafi byrjar maður því með tvær hen...
Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?
Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist rö...
Ef Adolf Hitler hefði ekki verið til, hefði seinni heimsstyrjöldin þá ekki átt sér stað?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hafandi vitneskju nútímans um staðfesta atburði sögunnar, væri samt hægt að færa fyrir því einhver rök að það að fara aftur í tímann og kála Hitler sem krakka væri ekki réttlætanlegt?Ef Adolf Hitler hefði ekki risið til valda, hefði nasisminn þá aldrei risið upp eða hefði ...
Hvernig myndast nornabaugar eða nornahringir í mosa?
Svokallaðir nornabaugar eða sveppabaugar verða til vegna áhrifa frá þráðum svepps sem liggur í jarðvegi undir mosanum og verður til þess að mosinn yfir sveppnum vex illa eða jafnvel drepst. Þá sést hringur af dauðum eða veikluðum mosa í mosabreiðunni. Á baugnum eða við hann ber sveppurinn síðan aldin sín og eru þ...
Hvað gerir félagsmálafræðingur?
Félagsmálafræðingur sem starfsheiti er ekki þekkt eða formlega viðurkennt sem slíkt. Líklegast er að hér sé verið að blanda saman nokkrum viðurkenndum starfsheitum fræðigreina, til dæmis félagsfræðingi, félagsráðgjafa og stjórnmálafræðingi. Hins vegar má hugsa sér að einhver sem hefur lært almenn samfélagsfræð...
Hvaðan kemur orðið "renta", þegar talað er um að e-ð beri nafn með rentu?
Orðið renta er notað um vexti eða ávöxtun á fjármunum eða öðrum verðmætum. Það er tökuorð úr dönsku rente í sömu merkingu frá 16. öld. Orðatiltækið að bera nafn með rentu merkir að 'heita eitthvað með réttu, standa undir nafni sínu'. Það er til í fleiri en einni gerð. Hin elsta í safni Orðabókar Háskólans er að...
Af hverju leitar sturtutjaldið inn að miðju sturtunnar þegar ég er í sturtu?
Vatnsdroparnir frá sturtuhausnum falla með vaxandi hraða á leið sinni niður á botninn eins og lýst er í svari sama höfundar við spurningunni Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp? Droparnir í sturtunni falla ekki í samfelldri bunu eins og k...