Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1046 svör fundust
Hvað eru berklar?
Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er...
Hvað er hugmynd?
Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...
Hver er elsta lífvera á jörðinni?
Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fy...
Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?
Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Amer...
Hvers vegna hefur skúmur tvö latnesk heiti (Catharacta skua og Stercorarius skua) í íslenskum fuglabókum?
Skúmur á flugi. Það er algengt í flokkunarfræði dýralíffræðinnar að fræðimenn endurskoði fræðiheiti tegunda og þá oftast þannig að þær eru fluttar á milli ættkvísla eftir því sem þekkingu á innbyrðisskyldleika tegunda innan viðkomandi ættar fleygir fram. Menn hafa mjög deilt um skyldleika milli tegunda inna...
Hvernig eru álftir flokkaðar?
Álftin (Cygnus cygnus) telst vera stærsti fuglinn í íslensku fuglafánunni og er flokkuð á eftirfarandi hátt samkvæmt flokkunarkerfi Linnaeusar: Ríki (Kingdom) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata) Flokkur (Class) Fuglar (Ave...
Hvað getið þið sagt mér um beiður?
Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr o...
Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?
Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...
Gætu snæhérar lifað á Íslandi?
Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á...
Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?
Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. „Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954)...
Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?
Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...
Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?
Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...
Verpa svartþrestir á Íslandi?
Svartþröstur (Turdus merula, e. blackbird) er afar algengur víða í Evrópu en nokkuð nýlegur landnemi á Íslandi. Hann verpti fyrst hér á landi í Reykjavík árið 1969 og reglulega eftir 1991. Eftir síðustu aldamót fór stofninn mjög vaxandi og er svartþröstur nú algengur varpfugl í þéttbýli á Suðvesturlandi. Hann verp...
Hvar lifa sæskjaldbökur?
Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...
Mega þeir sem eru með hnetuofnæmi borða kókoshnetur og furuhnetur?
Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu eftirfarandi: Þrátt fyrir heitið eru hvorki kókoshnetur né furuhnetur eiginlegar hnetur. Þeir sem hafa hnetuofnæmi geta yfirleitt borðað báðar þessar tegundir. Einu undantekningarnar eru ef sömu einstaklingar hafa einnig sjaldgæft ofnæmi fyrir kókoshnetum eða furuhnet...