Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...
Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt?
Það er út af fyrir sig hægt að setja þetta orð í fleirtölu og beygja mat eins og orðið gat. En það er meiri spurning hvort einhver þörf er á því -- og þar að auki má telja nokkuð víst að margir fella sig afar illa við það. Rétt er að hafa í huga að orðið mat hefur tvær aðalmerkingar, það er að segja "það að ...
Hver var fyrsta spurningin sem þið fenguð? Og hver var fyrsta spurningin sem þið svöruðuð?
Forseti Íslands opnaði Vísindavefinn 29. janúar árið 2000. Þá voru á vefnum 11 svör eða svo við spurningum sem ritstjórn hafði valið og samið svör við. Þetta var gert til þess að gestir gætu strax áttað sig á því hvers konar spurningar við hefðum í huga og hvernig svörin yrðu. Eftirtaldar spurningar voru meðal þei...
Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?
Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hl...
Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar?
Það er ómögulegt að segja til um hversu margir muni deyja af völdum fluglaflensunnar. Gera verður greinarmun á fuglaflensu og heimsfaraldri inflúensu. Fuglaflensa er sjúkdómur í fuglum og berst á milli fugla. Smit yfir í menn er sjaldgæft og þá helst ef um er að ræða mjög nána snertingu við saur eða aðra líkamsve...
Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?
Á árunum 2002 til 2003 var framkvæmd ítarleg rannsókn á áreiðanleika bandarískra dagblaða. Haft var samband við rúmlega 5000 manns sem vitnað hafði verið til í 22 dagblöðum í 17 stórborgum. Sá sem stóð fyrir rannsókninni, Philip Meyer, prófessor í blaðamennsku við Norður-Karolínuháskóla í Chapel Hill hafði sjálfur...
Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?
Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eft...
Hver er fyrri hluti máltækisins "...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það?
Máltækið er: Kemur að því er Krukkur spáði. Þetta er sagt ef eitthvað rætist eða kemur fram sem gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er vitað hver Jón krukkur var. Margir telja hann 17. aldar mann og Þórður Tómasson í Skógum er þeirrar skoðunar að hann hafi verið Vestur-Skaftfellingur (Goðasteinn 1984-5:35-41). Þa...
Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?
Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði. Rannsóknir Jóns Atla hafa einku...
Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?
Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa? Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennu...
Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Hvernig er hægt að vita hversu gamall gripur er? Löngu áður en algildar tímasetningaraðferðir eins og kolefnisaldursgreining voru þróaðar um og eftir miðja 20. öld, höfðu fornleifafræðingar fundið leiðir til að raða gripum í tímaröð eftir efni og gerð. Gerðfræði, eða typologia, fæst við að flokka gripi, að ákveða ...
Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?
Það tilvik sem lýst er í spurningunni hefur hvergi komið til kasta dómstóla svo vitað sé. Hér er því um vangaveltur að ræða hvernig tekið yrði á slíkum málum en lög og reglur veita engin svör um þetta. Spurningin tengist raunar annarri og stærri spurningu um hvernig fara skuli með réttindamál síamstvíbura. Eru...
Hvaða slöngur eru hentugastar sem gæludýr?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru kyrkislöngur hentugustu gæludýrin af slöngutegundum Hvaða tegund þá? Fyrst er rétt að taka skýrt fram að innflutningur á slöngum er stranglega bannaður hér á landi og ef slíkt á sér stað og kemst upp eru dýrin strax aflífuð og þeim eytt. Eins og fram kemur í svari Sigurða...
Hvenær var harðfiskur fyrst borðaður á Íslandi?
Vel verkaður harðfiskur er afar hollur og nærandi herramannsmatur og hentar sérstaklega vel sem útivistar- og útilegunesti enda hefur hann fylgt útiverandi og -vinnandi Íslendingum frá örófi alda. Það veit enginn hvenær Íslendingar fór að verka og borða harðfisks. Ég veðja að það hafi verið töluvert löngu áður ...