Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8727 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?

Biljarður eða ballskák er samheiti yfir nokkrar tegundir leikja þar sem kjuði er notaður til að skjóta kúlum á sérstöku biljarðborði. Til þessara leikja heyra til dæmis snóker og pool, sem er útbreiddasti biljarðleikurinn. Pool má síðan flokka í nokkra undirleiki eins og nine ball og eight ball, sem er líklega vin...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?

Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. De...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?

G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...

category-iconFélagsvísindi

Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa. Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu margir simpansar eru til í heiminum núna?

Stofnum simpansa (Pan troglodytes) hefur hnignað verulega á undanförnum áratugum, bæði vegna þess að búsvæðum þeirra hefur verið eytt og vegna ofveiði. Rannsóknir á stofnstærð simpansa á nokkrum stöðum í Vestur-Afríku hafa sýnt að allt að 90% fækkun hefur orðið á aðeins 28 ára tímabili! Þetta á meðal annars við um...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni?

Brýni eru yfirleitt skilgreind sem flatir steinar sem notaðir eru til þess að skerpa bit málmverkfæra og eru oft bleytt með olíu eða vatni fyrir notkun. Saga eggverkfæra og brýna er samofin og steinbrýni hafa verið notuð síðan málmblöð komu til sögunnar. Val á sérstöku bergi til notkunar í brýni má rekja til fyrri...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg?

Bæði góðkynja og illkynja æxli geta verið sprottin upp af mjög mismunandi vefjum innan líkamans, til dæmis frá þekjuvef, bein-, brjósk- eða mjúkvef, taugastoðvef og fleiri vefjum. Vefupprunanum er yfirleitt bætt við nafngift æxlanna. Ef um illkynja æxli er er að ræða, er endingunum –carcinoma eða –sarcoma bætt vi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þyngist maður við það að byrja á pillunni?

Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? er fjallað um mismunandi gerðir jarðskjálfta eftir flekasamskeytum. Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu? Hvað er MÓSA-smit? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hvaðan er orðið gáll komið í sambandinu „þegar sá gállinn er á henni“? Hversu margir dóu í heimsstyrjöldi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skriðdreki?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að Íslendingar notast við orðið ,,skriðdreki“ til að merkja þetta brynvarða drápstæki er á góðri ensku kallast ,,Tank“ - en ekki t.d. ,,stríðsvagn“ eins og skandínavískir frændur okkar gera? Farið var að nota skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. ...

category-iconEfnafræði

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál?

Ál er frumefni nr. 13 í lotukerfinu. Ál er silfurhvítur léttmálmur með mólmassa 26,98 g/mól. Efnið er sterkt miðað við eðlisþyngd og auðvelt í mótun. Þessir eiginleikar álsins endurspeglast í því að það er annar mest notaði málmurinn í heiminum á eftir stáli. Ál er ekki segulmagnað en eins og almennt gildir um mál...

Fleiri niðurstöður