Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1365 svör fundust
Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?
Talið er að elstu tré jarðar séu broddfurur (Pinus aristata og Pinus longaeva. Þær vaxa frá Kaliforníu til Colorado hátt yfir sjávarmáli, 2.800-4000 m. Samkvæmt heimildum frá 2013 er elsta tréð rúmlega 5000 ára gamalt. Fram að var talið að samskonar fura, nefnd Methuselah, væri elsta núlifandi tréð með sín rúmlega...
Hvað er samfélag?
Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Minnstu samfélögin sem maður tilheyrir eru fjölskyldan og vinahópurinn. Næst kemur sveitarfélagið, þá Ísland, Evrópa og loks alheimssamfélagið sem a...
Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?
Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fellib...
Af hverju gjósa eldfjöll?
Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu! Jörðin er enn þá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirborðsins aðallega á tvo vegu. Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna; þessi varmaleiðni er afar hægfar...
Geta allir í heiminum staðið hlið við hlið á Vatnajökli?
Íbúar jarðar eru rétt rúmlega 7 milljarðar, þar ef eru um það bil 27% börn, það er yngri en 15 ára. Gerum ráð fyrir að þeir myndi langa keðju sem hlykkjast fram og til baka nokkuð þétt þannig að á hverjum fermetra komast fyrir tveir fullorðnir eða fjögur börn. Börnin taka þá 472.500.000 m2 eða 472,5 km2. Plássið ...
Af hverju eru köngulær til?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...
Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?
Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að leita að reikistjörnum utan sólkerfis okkar. Slík leit er afar flókin vegna þess hve erfitt er að greina reikistjörnurnar úr mikilli fjarlægð. Ólíkt sólstjörnum, sem geisla frá sér orku sem losnar við kjarnasamruna, senda reikistjörnur ekki frá sér eigið ljós heldur endurva...
Hvað getið þið sagt mér um sporðdreka?
Sporðdrekar tilheyra ættbálki Scorpionida sem er hluti af flokki áttfætlna (Arachnida) sem aftur teljast til fylkingar liðfætlna (Arthropoda) eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur? Alls eru þekktar um 700 tegundir núlifandi sporðdreka. Sporðdrekar finnast...
Hver er uppruni snáka?
Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...
Hvers vegna er ekki hægt að segja að tvíburinn í tvíburaþversögninni sem heima situr fari í ferðalag? Hver er munurinn?
Tvíburaþversögnin er afleiðing af takmörkuðu afstæðiskenningunni. Áður hefur verið skrifað um afstæðiskenninguna hér á Vísindavefnum, til dæmis í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum? og í svari Þó...
Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?
Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum. Merking frasans er sú að öl...
Hvernig varð Miðjarðarhaf til?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?
Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...
Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?
Hér er einnig svarað spurningu Kötlu Sigurðardóttur: "Hvers vegna eru kettir sólgnir í fisk?" og spurningu Inga B.: "Af hverju finnst köttum fiskur svona góður, þrátt fyrir að hann geti varla verið í fæðukeðju þeirra?" Kettir veiða mest lítil spendýr, en rannsóknir á bæði heimilisköttum sem leita að fæðu úti ...