Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9430 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er ýsan hrææta?

Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns. Ýsa (Melanogrammus aeglefinus) Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?

Tildra (Arenaria interpres) er svokallaður umferðarfugl hér á landi, með öðrum orðum, heimsókn tegundarinnar til Íslands er nokkurs konar millilending. Á vorin er hún á leið á varpsvæðin og á haustin til vetrarstöðvanna. Tildrur koma hingað í tugþúsunda tali og halda til í fáeina daga eða vikur og byggja upp orku...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?

Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...

category-iconEfnafræði

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...

category-iconLögfræði

Er starfandi hér á landi innra eftirlit sem fylgist með lögreglunni?

Innan lögreglunnar er kerfi sem vel mætti kalla innra eftirlit. Ef grunur vaknar um að lögreglumenn hafi brotið einhverjar þær reglur sem þeir eiga að fylgja í störfum sínum er það kannað sérstaklega. Ekki er þó um að ræða sérstaka stofnun sem sinnir eingöngu slíkum málum, líkt og til er sérstök efnahagsbrotadeild...

category-iconFélagsvísindi

Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?

Suður-kóreskt fyrirtæki, sem nefnist Pohang Iron & Steel Company eða Posco á ensku, mun vera umsvifamest allra í stálframleiðslu. Frá stálbræðslum þess koma um 26 milljónir tonna af stáli árlega. Posco var stofnað af suður-kóreska ríkinu árið 1968 í hafnarborginni Pohang. Fyrirtækið er nú að mestu í einkaeigu. Næs...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er DAFO-greining?

Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði. Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, for...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar hafa rúnasteinar helst fundist?

Eins og fram kemur í Íslensku alfræðiorðabókinni hafa um 3000 rúnasteinar fundist á Norðurlöndunum, þar af 2000 í Svíþjóð. Flestir rúnasteinar hafa þess vegna fundist í Svíþjóð. Elstu rúnasteinarnir voru reistir í Noregi og Svíþjóð á þjóðflutningstímanum. Lengsta áletrunin sem fundist hefur er um 170 orð en han...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er húðin?

Húðin er úr nokkrum mismunandi vefjum. Yst er þunnt hornlag sem er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum. Frumurnar eru dauðar yst á hornlaginu en dýpra eru þær lifandi og skipta sér stöðugt og endurnýja þannig ysta lagið. Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga. Hornlagið gegnir meðal annars því hlutverki að v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðgöngutími hamstra?

Til hamstra teljast 18 tegundir spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia) og þær hafa ekki allar sama meðgöngutíma. Gullhamstur (Mesocricetus auratus, e. golden hamster) er ein vinsælasta hamstrategundin sem gæludýr. Ef spyrjandi á við hana er meðgöngutími hennar um 16 dagar. Gullhamstrar eiga vanalega fimm til n...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er sólarhringnum skipt, hádegi og svo framvegis, og hvernig var honum skipt til forna? Af hverju voru nöfnin dregin?

Sólarhringnum er skipt í fjóra hluta:morgundagaftannnótt Samkvæmt fornri reglu var hverjum hluta síðan skipt í tvær eyktir. Í einum sólarhring eru þess vegna átta eyktir, hver um sig þrjár klukkustundir á lengd. Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvaðan er orðið eykt komið? segir að eykt merki þrjár stun...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn á hugtökunum fart og hastighed, og hvernig eru þau þýdd á íslensku?

Í eðlisfræðitextum merkir danska orðið 'fart' sama og 'ferð' á íslensku og 'speed' á ensku, en 'hastighed' merkir sama og 'hraði' og 'velocity'. Orðið 'ferð' merkir í þessu samhengi sama og orðasambandið 'stærð hraða' sem er líka stundum notað í textum. Aðalatriðið er að 'hraði' (hastighed, velocity) í eðlisfræ...

category-iconStærðfræði

Af hverju ganga 6 alltaf upp í útkomunni, ef maður margfaldar saman þrjár samliggjandi heilar tölur?

Samliggjandi heilar tölur eru tölur sem koma hver á eftir annarri eins og 5, 6, 7, 8 eða 359, 360. Ef tölurnar eru þrjár er að minnsta kosti ein þeirra slétt, það er að segja að talan 2 gengur upp í henni, og 2 ganga þá einnig upp í margfeldinu. Ef við hugsum okkur talnaröðina og merkjum við allar tölur sem 3 ...

category-iconLæknisfræði

Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni?

Down-heilkenni (e. Down's syndrome) er erfðagalli sem stafar af því að aukalitningur er til staðar í frumum líkamans. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga í 23 pörum en einstaklingar með Down-heilkenni hafa þrjú eintök af litningi 21 og eru því alls með 47 litninga. Aukalitninginn má rekja til mist...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar er Páskaeyja?

Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...

Fleiri niðurstöður