Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1515 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða „Enta“ er í Entujökli?

Enta er jökuldalur eða gjá norðvestan í Mýrdalsjökli, í kverk við Botnjökul, milli Sléttjökuls og Entujökuls en Entugjá er annað nafn hennar (Íslandsatlas, kort 71). Við Entu er kenndur Entujökull, Entukollur og Entuskarð. Elsta prentaða heimild um nafnið Enta er að því er best verður séð í grein Jóns Eyþórsso...

category-iconHugvísindi

Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?

Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég sá sérstætt ísfyrirbrigði á mynd í gær, hringlaga skífur, þar sem brúnirnar virtust heldur þykkari en miðjan. Þetta var á reki í á sem rennur úr Meðalfellsvatni 11. nóvember, þar sem nokkrir félagar úr Fókusklúbbi áhugaljósmyndara voru á ferð. Einn maður viðstaddur myndasýn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rampur í bílum?

Spurningum af þessum toga geta menn fengið svar við á stundinni á Veraldarvefnum í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Þar kemur fram að rampur er ekki hluti af bíl heldur þýðing á enska orðinu 'ramp' sem einnig má þýða sem skábraut. Það er líklega betri og gagnsærri þýðing, að minnsta kosti fyrir þá sem kannast ekki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?

Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...

category-iconFornfræði

Hver var Hektor í rómversku sögunni?

Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er það kallað að 'reka við' þegar maður prumpar?

Sögnin að reka er notuð í ýmsum samböndum með mismunandi fylgiorðum, forsetningum eða atviksorðum, til dæmis reka áfram, reka út, reka eftir einhverjum, reka í eitthvað og svo framvegis og hefur eftir því mismunandi merkingar. Í sambandinu reka við einhvers staðar er hún notuð um að hafa stutta viðkomu einhvers st...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta álar?

Állinn (Anguilla anguilla) byrjar lífsferil sinn í Þanghafinu sem er í suðvestanverðu Norður-Atlantshafi. Hann lifir hins vegar mestan aldur sinn í ósöltu vatni þar sem hann nærist og vex. Állinn (Anguilla anguilla). Það má segja að állinn éti allt það sem að kjafti kemur og hann ræður við. Meðal annars leg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta geitungar?

Geitungar hafa nokkuð vítt fæðusvið. Þeir leita bæði í prótínríka fæðu og fæðu sem inniheldur mikið af kolvetnum. Sem dæmi um kolvetnisríka fæðu má nefna blómasykur, hér á landi er Gljámispill (Cotoneaster lucidus) til að mynda vinsæll meðal geitunga og hann laðar fjölda þeirra að á sumrin þegar hann hefur blómgas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?

Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða gas var notað í loftskip?

Til þess að loftbelgur eða annað ílát geti lyfst frá jörð þarf hluturinn í heild að vera léttari en loftið sem hann ryður frá sér. Það er lögmál Arkímedesar sem segir til um þetta. Umbúðirnar eru þyngri í sér en loft, svo og burðarkörfur og farmur sem ætlunin er að lyfta. Því þarf gasið í loftbelgnum eða loftskipi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...

category-iconLandafræði

Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?

Vísindavefnum berast við og við spurningar um hversu margir íbúar séu í tilteknu sveitarfélagi eða þéttbýliskjarna. Hér verður farið yfir hvar hægt er að nálgast slíkar upplýsingar auk þess sem eftirfarandi spurningum er svarað:Hvað búa margir í Grundarfirði?Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða ...

category-iconLögfræði

Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?

Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast öldur?

Öldur myndast á vatns- eða haffleti vegna vinda. Minnstu öldur rétt brjóta spegil vatnsflatarins og eru nefndar gráð en öldurnar vaxa, hækka og lengjast með auknum vindstyrk. Alda er bylgjuhreyfing. Einfaldri bylgju má lýsa með bylgjulengd, bylgjuhæð og sveifluvídd og hreyfingu hennar með sveiflutíma, T, sem...

Fleiri niðurstöður