Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er algengasta stelpunafn á Íslandi?

Á vef Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, svo sem um algengustu nöfnin. Nýjustu tölur eru frá 1. janúar árið 2010 en eftirfarandi nöfn kvenna eru algengust: Guðrún Anna Sigríður Kristín Margrét/Margrjet/Margret En algengustu tvínefni kvenna eru eftirfarandi: Anna María Anna Margrét Anna Kristín ...

category-iconHugvísindi

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

category-iconFélagsvísindi

Hversu langur er lífstíðardómur á Íslandi?

Þess misskilnings gætir stundum að lífstíðardómur samkvæmt íslenskum lögum feli ekki sér lífstíðarfangelsi heldur styttri refsingu. Svo er þó ekki – lífstíðardómur á Íslandi er eins og orðið gefur til kynna dómur sem gengur út á að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar. Sá sem fengi slí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er stærsta rándýr á landi?

Stærstu rándýr á landi eru kodiak-birnir (U. arctos middentorffi) og kamtsjatka-birnir (U. arctos beringianus), sem eru hvort tveggja deilitegundir brúnbjarna (Ursus arctos). Ekki er óalgengt að karldýr kodiak-bjarnarins vegi meira en 700 kg og dæmi eru um dýr sem voru felld og vógu meira en tonn. Kamtsjatka-birni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða sveppir á Íslandi eru eitraðir?

Það getur verið mjög varasamt að borða ákveðnar tegundir sveppa þar sem þær innihalda efnasambönd sem valda truflun á líkamsstarfsemi. Sem dæmi má nefna að til eru tegundir sem innihalda efnasambandið cyclopeptíð (e. cyclopeptide) sem getur valdið lífshættulegum lifrarskemmdum. Sumar sveppategundir innihalda vægar...

category-iconHugvísindi

Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?

Svarið við spurningunni fer eiginlega eftir skilgreiningunni á því hvað er stríð. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið stríð nokkrar merkingar. Stríð merkir til dæmis „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)“. Þau stríð sem við heyrum oftast um í fréttum, til dæmis stríðið í Írak, Afganistan, Sómal...

category-iconHugvísindi

Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?

Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?

Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta plantan á Íslandi?

Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einh...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?

Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. ...

category-iconVeðurfræði

Hvaða þættir hafa áhrif á skafrenning?

Snjór sem þyrlast upp í vindi nefnist skafrenningur, nái hann ekki sjónhæð fullorðins manns nefnist hann lágarenningur en fari hann hærra kallast hann háarenningur. Lausamjöll fýkur mun auðveldar en hjarn eða skari, hana fer að hreyfa ef vindur nær 5 til 6 m/s, en venjulega er skafrenningur lítill sé vindur ekki m...

category-iconHugvísindi

Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup?

Orðið kaup merkir ‛verslun, viðskipti’ og er venjulega notað í fleirtölu sem og í merkingunni ‛það að kaupa’. Gerð eru góð eða slæm kaup, maður getur átt í hagstæðum eða óhagstæðum kaupum við einhvern annan og þriðji maður getur til dæmis gengið inn í kaupin. Ekki er kominn festa á beygingu verslun...

category-iconVísindi almennt

Hvernig á að setja upp vindhana?

Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...

category-iconVeðurfræði

Af hverju eru ský á himnum?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvaðan kemur vatnið? segir: Vatnið er í samfelldri hringrás: það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - ...

category-iconLæknisfræði

Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?

Já, ákveðnar tegundir sýklalyfja geta haft áhrif á virkni pillunnar. Getnaðarvarnarpillan byggir á hormónum sem koma í veg fyrir egglos. Hormónin hafa auk þess áhrif á slímmyndun í leghálsinum þannig að sæðisfrumur komast síður upp í legið og frjóvgað egg nær síður festu í slímhúð legsins. Flestar tegundir pil...

Fleiri niðurstöður