Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvað er fullveldi?

Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...

category-iconLögfræði

Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?

Stutta svarið við spurningunni er nei. Samkvæmt stjórnarskrá hafa eingöngu þingmenn og ráðherrar valdheimild til þess að leggja fram mál á Alþingi. Í 38. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Í 55. grein ...

category-iconJarðvísindi

Verða eldgos aðeins á flekaskilum?

Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?

Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...

category-iconHugvísindi

Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?

Ekki er auðvelt að skilgreina hugtakið tungumál því munurinn á tungumáli og mállýsku er ekki skýr og oft tengist hann þjóðerni og stjórnmálum. Til dæmis geta Svíar og Norðmenn yfirleitt skilið hvora aðra þótt sænska og norska séu talin tvö tungumál. Á hinn bóginn geta þeir sem tala mandarínsku og kantónsku ekki sk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa fiskar?

Allir fiskar sofa einhvern hluta sólarhringsins. Atferli fiska er mjög fjölbreytilegt á meðan svefni stendur, til dæmis eru uppsjávarfiskar eins og túnfiskur og síld hreyfingarlausir í vatninu. Oftast eru fiskar í þessu svefnástandi á næturnar. Þegar fiskar af ætt vartara sofa koma þeir sér fyrir í klettum, lig...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið patent og hvað merkir það, til dæmis þegar talað er um „patentlausn”?

Lýsingarorðið patent í merkingunni 'hentugur, hagkvæmur' er tökuorð úr dönsku. Orðið er leitt af nafnorðinu patent sem merkir 'einkaleyfi'. Að baki liggur franska orðið (lettre) patente sem merkir 'opið (bréf)'. Það er aftur sótt til latínu patens 'opinn', lýsingarháttar sagnarinnar patere 'vera opinn'. Lýsing...

category-iconLögfræði

Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?

Í íslenskum rétti gildir að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Raunar gildir reglan í rétti allra þróaðra lýðræðis- og réttarríkja. Reglan er lögfest í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar en einnig er hana að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að. Þá er mælt fyrir um mikilvægan þátt hen...

category-iconLögfræði

Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?

Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur?

Víðast hvar í heiminum notar meirihluti fyrirtækja í prentiðnaði Apple-tölvur. Ein ástæðan fyrir því er líklega sú að umbrotsforritið PageMaker, sem var í rauninni fyrsta forritið sem gerði notanda kleift að sjá hvað hann var að gera beint á skjánum, keyrir á Apple-tölvum. Einnig skiptir máli að á þeim áru...

category-iconFélagsvísindi

Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?

Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins. *** Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn eini...

category-iconHugvísindi

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær má gelda ketti?

Högnar merkja óðöl sín oft með hlandi sem er afar lyktarsterkt eins og flestir vita. Óðal ógeldra fressa er iðulega mun stærra en geldra og eyða þeir miklum tíma í að fara um það og hverfa þá gjarnan í marga daga í senn. Jafnframt verja þeir svæðið sitt af mikilli hörku gagnvart öðrum köttum. Til þess að högnar ve...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hversu stóran kíki þarf ég til að geta skoðað stjörnurnar?

Þegar velja á stjörnusjónauka er mikilvægt að vanda valið. Stjörnusjónaukar eru af öllum stærðum og gerðum og því þarf hver og einna að finna út hvaða tegund hentar honum eða henni best. Góður sjónauki þarf að uppfylla tvö skilyrði. Hann verður að vera á góðri undirstöðu og hafa góð sjóntæki. Besti stjörnu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri. Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir ...

Fleiri niðurstöður