Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?
Orðasambandið þeir sletta skyrinu sem eiga það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Uppruninn er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki. Í Grettis ...
Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio. Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í máli...
Hverjar eru líkurnar á því að flatfiskurinn silfurbrami verði algengari við Íslandsstrendur í náinni framtíð?
Silfurbrami (Pterycombus brama) er fiskur af bramaætt (Bramidae). Innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa veiðst þrjár tegundir af þessari ætt og er stóri bramafiskur (Brama brama) algengastur. Heildaraflinn er þó ekki mikill, aðeins fáein tonn hin síðari ár. Silfurbrami (Pterycombus brama). Fiskar af þessari ...
Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?
Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við um stjórnvöld og aðgerðir þeirra. Rétturinn til þess að koma saman og mótmæla eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland...
Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?
Hugtakið dinosaur er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892). Það er dregið af gríska orðinu deinos sem þýðir skelfilegur eða ógurlegur og sauros sem þýðir eðla. Vissulega voru ekki allar risaeðlur stórar og ógnvænlegar. Nú hafa fræðimenn lýst meira en 500 ættkvíslum og yfir 1000 tegundum í þes...
Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri réttara nafn á Hleiðólfsfjalli/Hlíðólfsfjalli ekki Leiðólfsfjall? Leiðólfur kappi var landnámsmaður og frændi Gunnólfs kroppa sem gaf Gunnólfsfelli sitt nafn. Er ekki líklegt að fjallið hafi upphaflega verið nefnt eftir Leiðólfi? Minnst er á Leiðólf kappa í Landn...
Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi síðar meir á ákveðnu svæði með að slá hana nokkur skipti í röð á því svæði? Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er viðkvæm fyrir slætti á hásumri. Tilraunir voru gerðar fyrr á árum með að slá lúpínuna á mismunandi tímum frá vori til h...
Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum? Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsi...
Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár?
Upprunalega spurningin var: Hvað lifa veggjalýs lengi í sumarbústað þar sem enginn gistir í amk. eitt ár? Veggjalýs (Cimex lectularius) eru meðal hvimleiðustu skordýra sem fólk getur fengið inn á heimili sín. Veggjalýs hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna. Á Ísl...
Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...
Hafa nýir risaflugvellir áhrif á verð í millilandaflugi?
Spyrjandi spurði sérstaklega um hvort og þá hvernig nýir risaflugvellir í Kína og Tyrklandi geti haft áhrif á verð á millilandaflugi í heiminum? Flugvellirnir tveir sem um ræðir eru nýi alþjóðaflugvöllurinn í Istanbúl og Daxing-flugvöllurinn í Beijing. Framboð á flugvöllum Flugvellir eru flókin fyrirbæri sem t...
Fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara?
Um málefni útlendinga á Íslandi gilda lög um útlendinga nr. 96/2002, lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 og reglugerð um útlendinga nr. 53/2003. Útlendingar sem eru í hjúskap með íslenskum ríkisborgara eiga rétt á því að fá dvalarleyfi á Íslandi samkvæmt 13. gr. laga um útlendinga. 13. gr. Dvalarl...
Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?
Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...
Hvað þýðir það að skila auðu í kosningum?
Þessi spurning er margþætt. Skoðum fyrst af hverju maður sem ætlar að skila auðu skuli hafa fyrir því að fara á kjörstað. Ein eða fleiri af eftirtöldum ástæðum kunna að liggja til þess: Hann telur það kannski borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og greiða atkvæði. Hann kann af einhverjum ástæðum að vil...
Hefur tilgáta Riemanns verið sönnuð?
Náttúrleg tala stærri en 1, sem er einungis deilanleg með 1 og sjálfri sér, nefnist frumtala (prímtala). Náttúrleg tala stærri en 1 nefnist samsett tala, ef hún er ekki frumtalan. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7, 11, 13, 17, 19, ... Allt frá því sögur hófust hafa menn rannsakað þessar tölur. Í bókum Evklíðs (...