Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sýna hitamælar í bílum rétt hitastig?

Bílar eru ekki kjörstaðir til lofthitamælinga en engu að síður má hafa bæði gagn og gaman af hitamælingum í akstri. Upphaflega hugmyndin með mælingum á lofthita í akstri var sú að gagnlegt er að sjá af mæli hvort frost eða frosthætta er við vegyfirborð. Mælarnir eru að þessu leyti hugsaðir sem öryggistæki og hafa ...

category-iconHagfræði

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju verður húðslit?

Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva? Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það? Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum? Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?

Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?

Ef átt er við termíta (Isoptera) eru vinnumaurar og hermaurar gyðlur (ungviði skordýra með ófullkomna myndbreytingu) sem ná ekki fullum þroska. Bæði vinnutermítar og hertermítar eru af báðum kynjum. Hjá tegundinni Nasutitermes exitiosus er munur á stórum (kvenkyns) og litlum (karlkyns) hermaurum. Ef átt er við...

category-iconLífvísindi: almennt

Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?

Sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Áform eru uppi um að eftir 40 ár verði 5% láglendis, sem er um 2,5% landsins alls, þakið skógi. Til að ná þessu markmiði með gróðursetningu einni þyrfti ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar fisktegundir?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með fullri nákvæmni. Til dæmis geta einhverjar tegundir fiska verið ófundnar og aðrar útdauðar og eins eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað eigi að kallast tegund og hvað sé einungis afbrigði af sömu tegund. Við getum þó gefið upp nokkrar tölur:Brjóskfiskar 800Beinf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eldumst við?

Við fæðingu er fólk tiltölulega líkt í allri líkamsstarfsemi, en eftir því sem árin færast yfir verður það hvert öðru ólíkara. Þetta á einnig við um einstaklinginn sjálfan. Líffæri eldast mishratt og kemur þar til samspil umhverfis- og erfðaþátta. Þannig geta nýrun verið gömul en hjartað ungt! Við fæðingu er maður...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða hlutabréf er best að kaupa?

Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem han...

category-iconEfnafræði

Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?

Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?

Hér er gert ráð fyrir að spurningin taki einungis til núlifandi tegunda sem og til eru lýsingar á. Spurningunni er ekki unnt að svara nákvæmlega og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað geti með réttu kallast tegund eða hvað sé afbrigði sömu tegundar. Því miður er það einnig ...

category-iconStærðfræði

Hver er hæsta frumtalan?

Svarið er að hæsta frumtalan er ekki til og frumtölur eru óendanlega margar. Frumtölur eða prímtölur (prime numbers) eru tölur sem engar aðrar heilar tölur ganga upp í en 1 og talan sjálf. Þær er með öðrum orðum ekki hægt að skrifa sem margfeldi af tveimur eða fleiri öðrum tölum. Þannig eru bæði $2$ og $3$ fru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?

Með þremur mismunandi litum er oft hægt að búa til marga aðra liti. Þó er ekki sama hvernig þessir þrír "grunnlitir" eru valdir, til dæmis ef ætlunin er að geta búið til sem flesta aðra liti. Mesti munurinn á sjónvarpsskjá og málarastriga er sá að skjárinn er upphaflega svartur en striginn hvítur og við sjáum liti...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?

Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?' Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til...

category-iconBókmenntir og listir

Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?

Ómögulegt er að segja hversu margar tegundir og gerðir eru til af gítar, en hér verða taldar upp nokkrar og munurinn útskýrður. Gítarinn hefur þróast í 2500 ár. Í Grikklandi til forna var til hljóðfæri sem hét kithara og svipaði að vissu leyti til nútímagítars. Það hafði strengi sem voru festir í ramma ...

Fleiri niðurstöður