Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2439 svör fundust
Hvernig er styrja veidd?
Eiginlegar styrjur eru allar tegundir innan ættarinnar Acipenseridae og undirættarinnar Acipenserinae. Til þessarar undirættar teljast tuttugu og ein tegund sem flokkaðar eru í tvær ættkvíslir, Acipenser (19 tegundir) og Huso (2 tegundir). Þetta eru ákaflega stórvaxnar fisktegundir, mælast venjulega frá 250 til 35...
Hver var Vere Gordon Childe og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Vere Gordon Childe (1892-1957) var fæddur og uppalinn í Ástralíu og nam fornfræði í Sydney. Hann flutti til Oxford til að læra klassíska fornleifafræði um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin skall á. Á háskólaárunum fékk Childe áhuga á sósíalisma og þegar hann sneri aftur heim til Ástralíu árið 1917 varð hann fljó...
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?
Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...
Hvernig virka vindmyllur?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig er rafmagn búið til úr vindi? Hvernig eru vindmyllur gerðar? Í einföldu máli þá virkar vindmylla á öfugan hátt við viftu. Í staðinn fyrir að nota rafmagn til að búa til vind þá er vindur notaður til að búa til rafmagn. Vindurinn kemur hreyfli á snúning og hreyfillinn...
Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?
Akitahundar eru upprunnir í Japan og nefnist hundakynið akita inu, japanskur akita eða einfaldlega akita. Fyrir miðja síðustu öld barst fyrsti akitahundurinn til Ameríku og nú er til sérstakt afbrigði sem kallast amerískur akita (e. American Akita). Japanskir akitar koma upprunalega frá fjallahéruðum nyrst á ja...
Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?
Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma)...
Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?
Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...
Hve mikið hækkar sjávarstaða við suðausturströnd Íslands á næstu 20 árum við bráðnun jökla á jörðinni?
Jöklar rýrna nú um allan heim vegna hlýnandi veðurfars. Leysingavatn rennur því í auknum mæli til hafs og vatnsmagn þess eykst. Auk þess vex rúmmál hafsins vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar. Hvorttveggja veldur því að sjávarborð rís. Í næsta nágrenni jöklanna ræðst sjávarstaðan hins vegar af samanlö...
Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?
Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi. Sólin gengur leið sína eftir...
Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?
Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni. Hér er...
Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?
María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið. Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hv...
Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?
Upprunalega spurningin snerist um kynþroskaaldur stóðhesta en í svarinu verður einnig fjallað hvaða þættir hafa þar áhrif, eins og um líkamlegt atgervi og hvernig þeir eru haldnir. Rannsóknir hafa sýnt að íslenskir stóðhestar eru að meðaltali stærri og líkamlega öflugri en hryssur. Þeir hafa til dæmis að jafnað...
Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...