Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9293 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar ...

category-iconUnga fólkið svarar

Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum?

Lýðheilsustöð Íslands mælir með að fólk borði grænmeti og ávexti daglega. Ennfremur er mælt með að fólk neyti fituríkra matvæla í hófi, og að það velji frekar mjúka fitu og olíur en harða fitu eins og smjör eða smjörlíki. Æskilegt þykir að fólk fái 55-60% orku sinnar úr kolvetnum, og þar af ekki meira en 10% úr vi...

category-iconLögfræði

Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?

Önnur spurning um sama efni:Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju myndast stundum þessi stóri baugur í kringum tunglið? Myndast hann alltaf þegar tungl er fullt?

Ljósbaugar, venjulega nefndir rosabaugar, sjást stundum kringum tunglið, en oftar þó um sólina. Ástæða þess að slíkir baugar sjást sjaldnar um tunglið er sú að tunglið er svo miklu daufara en sólin. Birta baugs í kringum það verður því hlutfallslega minni. Þetta er líka skýringin á því að baugurinn sést helst þega...

category-iconÞjóðfræði

Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl?

Hér er einnig svarað spurningu sama spyrjanda: Hvað þarf til að ár sé kallað 13 tungla ár? Gangur tunglsins skiptist þannig að það er vaxandi eftir að það kviknar, síðan fullt, þá þverrandi uns það hverfur í nokkra daga og er þá kallað nýtt. Síðan kviknar það og umferðin hefst að nýju. Hver umferð tekur 29,53 da...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?

Dúfur (Columba livia domestica) voru algengar í Reykjavík hér áður fyrr. Dúfnarækt var vinsælt tómstundagaman og dúfurnar sluppu stundum úr haldi auk þess sem einfaldast var að sleppa öllum hópnum þegar menn misstu áhugann á ræktinni. Þannig bættist alltaf við villta (eða öllu heldur hálfvillta) stofninn í borginn...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?

Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni. Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna. Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst ú...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna?

Samkvæmt sögubókum var geimfarinn Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti á tunglið 20. júlí árið 1969. Ekki eru þó allir sem leggja trúnað á að þessi mikilvægi atburður í sögu mannkyns hafi nokkurn tíma átt sér stað. Ein þekktasta samsæriskenning allra tíma er að menn hafi í raun aldrei farið til tungl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?

Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd og eru mörg þeirra hættuleg heilsu manna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum. Talið er að um 1,3 milljarður manna í heiminum rey...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hita?

Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju lifa hettumávsungar?

Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?

Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á kanínu og héra?

Hérum og kanínum er oft ruglað saman en þessir tveir hópar nagdýra eru flokkaði í mismunandi ættkvíslir innan ættarinnar Leporidae. Erfðafræðilegur munur á hérum og kanínum er það mikill að þessir hópar geta ekki æxlast. Meðal þess sem greinir héra frá kanínum er að hérar hafa hlutfallslega lengri lappir. Aftu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?

Grundvallarsvarið við þessari spurningu kemur í raun fram í stuttu svari við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? en þar segir meðal annars þetta:Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorka...

Fleiri niðurstöður