Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1133 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Er viðskiptahalli slæmur?

Á síðustu árum hefur mikill og þrálátur halli verið á viðskiptum Íslendinga við útlönd og um þennan viðskiptahalla hefur verið mikil opinber umræða. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fjallar um helstu kenningar hagfræðinnar um eðli og orsakir viðskiptahalla í ársskýrslu sinni fyrir árið 2000 og verður hér stiklað á ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconEfnafræði

Hvar eru orkulindir?

Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...

category-iconUmhverfismál

Af hverju var Snæfellsjökull gerður að þjóðgarði?

Þjóðgarðar eru stofnaðir skv. 51 gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Þeir eru á landsvæði sem ástæða þykir til að vernda sérstaklega vegna sérstæðs landslags eða lífríkis eða að á því hvíli söguleg helgi. Jafnframt er almenningi heimilt að fara um þjóðgarðinn eftir tilteknum reglum. Markmiðið með því að stof...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri tilheyra aldagamalli munnlegri sagnahefð sem einkum má rekja til kvenna. Það voru þær sem sögðu sögurnar sem karlmenn síðan söfnuðu og skráðu. Þannig segir Guðbrandur Vigfússon í formála að Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum að þótt konur hafi ekki skrifað eins margar bækur og kar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?

Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina. Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl?

Þegar fjallað er um hversu þéttbýl svæði eru er venjan að tala um fólksfjölda á flatarmálseiningu. Í okkar heimshluta er gjarnan miðað við ferkílómetra (km2) en í Norður-Ameríku er yfirleitt talað um fólksfjölda á fermílu. Það fer alveg eftir því við hvað er miðað hvort við teljum Suður-Ameríku vera þéttbýla eð...

category-iconLæknisfræði

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?

Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...

category-iconJarðvísindi

Hvað er grettistak?

Þorleifur Einarsson svarar spurningunni stutt og laggott í Jarðfræði1 sinni: „Stór jökulborin björg nefnast grettistök.“ Sú viska opinberaðist mönnum samt ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar ljóst varð að fyrrum höfðu jöklar þakið stór svæði sem síðan urðu jökulvana. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) segir í 693...

category-iconHugvísindi

Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru Svörtuloft?

Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen ge...

category-iconJarðvísindi

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

category-iconLögfræði

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því? Í stuttu máli má segja að rökin fyrir...

Fleiri niðurstöður