Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður fyrst þyngdaraflið togar okkur niður? Eins og fram hefur komið í fleiri svörum um eld á Vísindavefnum þá er eldur í raun rafsegulbylgjur sem við nemum sem ljós og hita. Í eldinum leynast hins vegar bæði svonefnd hvarfefni og myn...

category-iconLæknisfræði

Hver væri dánartíðni inflúensu ef ekki væri bólusett fyrir henni?

Inflúensa (eða flensa) er veirusýking af völdum fjölskyldu veira sem kallast inflúensuveirur. Þessum veirum má skipta í fjóra flokka: A, B, C og D. Inflúensa C veldur vægum veikindum og inflúensa D veldur ekki sjúkdómi í mönnum. Þannig er mesta áherslan lögð á inflúensu A og B. Inflúensa A er algengasti orsakavald...

category-iconLögfræði

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því? Í stuttu máli má segja að rökin fyrir...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?

Í spurningunni kemur réttilega fram að landanöfn séu almennt íslenskuð. Reyndar er vissara að gera hér þann fyrirvara að hugtökin land og landaheiti geta reynst aðeins víðari en hugtökin ríki og ríkjaheiti. Enda þótt Wales og Færeyjar séu lönd, og tefli til dæmis fram landsliðum í Evópukeppnum, þá heyra þau upp að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt núll gráður en ekki núll gráða?

Þegar nafnorð stendur með tölunni núll, sem helst er í dæmum eins og (hiti) núll gráður, er nafnorðið alltaf haft í fleirtölu – við segjum ekki (hiti) *núll gráða. Þetta kann að virðast sérkennilegt og jafnvel órökrétt og ástæðan liggur ekki alveg í augum uppi, en gefur tilefni til vangaveltna um stöðu og hlutverk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?

Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?

Augu okkar eru næm fyrir ljósi á öldulengdarbilinu 400-700 nanómetrar (nanómetri er táknaður með nm og er einn milljónasti hluti úr millimetra), og því köllum við þetta öldulengdarbil sýnilegt ljós. Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem fjólublátt ljós, þá tekur við blátt, grænt og gult og að lokum rautt ...

category-iconFöstudagssvar

Hvað þýða orðin "Mont Rass"?

Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á argoni og neoni?

Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginlei...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni og saga konudagsins?

Elstu bókfestu dæmi þess að orðið konudagur sé notað um fyrsta dag góumánaðar eru frá því um miðja 19. öld, en það gæti verið langtum eldra í talmáli. Góa er næstseinasti mánuður vetrarmisseris samkvæmt hinu forníslenska tímatali og nafnið sést í elstu handritum eða frá því um 1200. Óvíst er hvað orðið merkir upph...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast súr kvika?

Súr kvika getur myndast á tvennan máta: Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður...

category-iconVeðurfræði

Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?

Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja. Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir ork...

category-iconStjórnmálafræði

Hvers konar stjórnarfar er í Kína?

Í stjórnarskrá Kína er stjórnarfari landsins lýst sem „lýðræðislegu alræði alþýðunnar“ en margir stjórnmálaspekingar kjósa heldur að lýsa því sem alræði Kommúnistaflokksins, enda er hann langstærsti stjórnmálaflokkur landsins og fer í raun með flest ef ekki öll völd. Almenningur kýs einungis í sveitarstjórnir, síð...

category-iconLæknisfræði

Hvað er holdsveiki?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir holdsveiki sér?Hvernig smitast holdsveiki? Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áæ...

Fleiri niðurstöður