Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9303 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?

Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að svitna í vatni?

Þegar við syndum verðum við ekki vör við svita á sama hátt og þegar við hjólum, hlaupum eða reynum á okkur á annan hátt. Í sundi erum við umlukin vatni og finnum því ekki svitann á húðinni sem raka. Það er því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort fólk svitni ekkert i í vatni. Staðreyndin er sú að þ...

category-iconFélagsvísindi

Er einhver hjátrú um fuglinn tjald?

Íslensk þjóðtrú hefur ekki margt af tjaldinum að segja, að því er virðist. Það helsta er af sunnanverðu landinu. Í Árnessýslu þótti til dæmis öruggt rigningamerki ef þeir fuglar settust á tún með kvaki og hávaða. Jón Gíslason segir til að mynda þetta í bók sinni Úr farvegi aldanna, 2. bindi (1974, bls. 174):Tj...

category-iconJarðvísindi

Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?

Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur: Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ... Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantsha...

category-iconHagfræði

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?

Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim? Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum mill...

category-iconHagfræði

Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...

category-iconLögfræði

Get ég stofnað kirkju á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona:Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið. Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?

Upprunalega spurningin var: Hvað getið þið sagt mér um skjaldbökufund Einars Hansen á Hólmavík 1963? Hafa áður fundist skjaldbökur svo norðarlega? Á haustmánuðum árið 1963 fann Einar Hansen, Hólmvíkingur af norsku bergi brotinn, nýlega dauða sæskjaldböku í Steingrímsfirði rétt innan við Grímsey. Einar og s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár?

Upprunalega spurningin var: Hvað lifa veggjalýs lengi í sumarbústað þar sem enginn gistir í amk. eitt ár? Veggjalýs (Cimex lectularius) eru meðal hvimleiðustu skordýra sem fólk getur fengið inn á heimili sín. Veggjalýs hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna. Á Ísl...

category-iconLandafræði

Af hverju heitir Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi þessu nafni?

Drápuhlíðarfjall er í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi, sunnan við Stykkishólm. Það er helst þekkt fyrir fjölskrúðuga liti en þeir stafa af bergtegund sem nefnist ríólít. Forðum var álitið að það væri ríkt af málmum og náttúrusteinum sem gæddir væru yfirnáttúrulegum krafti. Þjóðsögur greina frá tjörn upp...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?

Dýra- og plöntufrumur eru kjarnafrumur. Eins og nafnið gefur til kynna er helsta einkenni þeirra svokallaður kjarni. En ýmis önnur frumulíffæri eru sameiginleg báðum þessum megingerðum kjarnfrumna og verður greint frá þeim helstu og hlutverkum þeirra hér á eftir. Frumukjarni.Kjarni er stórt frumulíffæri sem get...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?

Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi: StaðurDagsetningStærð 1 Chile22. maí 19609,5 2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2 3Indónesía (undan s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir fæðingarþunglyndi sér?

Tímabilið eftir fæðingu er tími aukinnar hættu á þunglyndi og oflæti hjá konum. Konur sem leggjast inn á spítala vegna geðsjúkdóma eftir fæðingu eru langoftast annaðhvort með þunglyndi eða oflæti. Þunglyndi og oflæti á meðgöngu og eftir fæðingu lýsir sér svipað og hjá óþunguðum konum. Þær konur sem eru í mestr...

Fleiri niðurstöður