Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3251 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er saga hlébarðans?

Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í bergi þar sem hamfarahlaup rennur yfir? Kemur loft þar eitthvað við sögu og skiptir hitamyndun máli?

Í hamfarahlaupum eru þrjú rof-ferli einkum að verki, straumurinn „sogar“ eða „slítur“ klumpa úr föstu bergi (e. hydraulic plucking), framburður (sandur og gjót) svarfar bergið (e. abrasion), og loks „slagsuða“ (e. cavitation) sem sérstaklega er nefnd í spurningunni. Hitamyndun er ekki talin koma hér við sögu. S...

category-iconLæknisfræði

Hvað þýðir að vera með stækkun á hjarta?

Hjartastækkun er ástand þar sem geta hjartans til að dæla blóði er skert þar sem aðal dælingarhólf þess, vinstri slegillinn, er veiklað og útþanið. Í sumum tilfellum hindrar þetta ástand að hjartað hvílist og fyllist af blóði. Eftir því sem frá líður geta hin hjartahólfin einnig orðið fyrir áhrifum. Stækkað hjarta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?

Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Kjartan Gíslason rannsakað?

Magnús Kjartan Gíslason er lektor við Tækni-og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir á sviði lífaflfræði (e. biomechanics) þar sem kraftar og álag á vefi og liði líkamans eru reiknaðir og mældir. Meðal verkefna sem Magnús hefur verið að fást við er greining á þéttleika be...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?

Sólveig Jakobsdóttir er dósent í fjarkennslufræðum við Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og hefur verið forstöðumaður Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) frá því að stofan var stofnuð 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og töl...

category-iconÍþróttafræði

Hver fann upp markmannshanska?

Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni P...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?

Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð. Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum,...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sigurður Gylfi Magnússon stundað?

Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann kom til starfa við Háskóla Íslands sem fastráðinn starfsmaður árið 2014 eftir að hafa verið sjálfstætt starfandi fræðimaður frá því hann gekk frá prófborði árið 1993 í Bandaríkjunum til ársins 2010. Á því á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?

Kengúrur eru pokadýr af ættinni Macropodidae. Stundum er hugtakið notað í víðri merkingu og nær þá yfir kengúrur af öllum stærðum, en oft er það aðeins notað um stærstu tegundir ættarinnar. Minni kengúrur eru þá kallaðar vallabíur (e. wallaby). Stundum er einnig talað um wallaroo, en höfundur þessa svars veit ekki...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að fara í pílukast í geimnum?

Stutta svarið við spurningunni er: Já, en pílukast í geimnum er samt annars konar en á jörðinni þar sem pílan er nánast í algjöru í þyngdarleysi í geimnum. Geimstöðvar sem hringsóla um jörðina ferðast á gríðarlegum hraða. Til dæmis er Alþjóðlega geimstöðin (International Space Station, ISS) á 7,66 km/s hraða se...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmar eru í messing?

Messing (e. brass) er málmblendi sem inniheldur kopar (Cu) og sink (Zn) en bæði efnin eru málmar og nágrannar í lotukerfinu, frumefni númer 29 og 30. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn á lit en sink er silfurgrátt. Litur messings svipar til kopars en er meira út í gulllitað. Messing hefur verið notað um la...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru hillingar og eru til mismunandi tegundir af þeim?

Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...

category-iconLæknisfræði

Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?

Stutta svarið við spurningunni er já, lungnakrabbamein geta legið í ættum. Hins vegar er rétt að ítreka að reykingar eru langstærsti orsakaþáttur lungnakrabbameins. Þær eru taldar valda um 85% tilfella sjúkdómsins, aðallega beinar reykingar en einnig óbeinar. Meira er fjallað um helstu áhættuþætti í svari við spur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?

Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...

Fleiri niðurstöður