Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2849 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru 10 stærstu dýr heims?

Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...

category-iconFélagsvísindi

Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?

Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt, svokallaðan hátekjuskatt. Skatturinn fellur á þá einstaklinga sem hafa meira en 4.191.686 kr. í tekjuskattstofn eða þau hjón sem hafa tekjuskattsstofn umfram 8.383.372 kr. Hátekjuskattur vegna tekna á...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því?

Ef gengið er kringum Kerið sést að það er einfaldlega stór gjallgígur — einn af mörgum gígum sem gusu þarna fyrir 5000-6000 árum og mynduðu Grímsneshraunin. Innan á gígveggjum Kersins, þar sem rautt gjall er áberandi, má einnig víða sjá hraunslettur sem runnið hafa saman í lög og linsur. Fyrrum töldu sumir að Keri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er rétt: „Kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið“ eða „Kálið er ekki sopið þó að í ausuna sé komið“?Orðatiltækið eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið þekkist þegar í fornu máli. Í 11. kafla Þórðar sögu hreðu stendur: Ríða þeir nú fram að þeim með ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verða halastjörnur til?

Halastjörnur eru úr ís, gasi og ryki og urðu til á svipuðum tíma og sólkerfið í heild sinni. Þær eru því nokkurs konar leifar frá myndun þess. Halastjörnur skiptast í tvo hópa eftir umferðartíma, það er að segja hve lengi þær eru að ferðast einn hring í kringum sólina. Halastjörnur með stuttan umferðartíma (in...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið?

Gárar eru vinsæl gæludýr og líklega algengustu búrfuglar á Íslandi. Þeir finnast í ýmsum litbrigðum, en villtir gárar eru nær alltaf grænir eða gulgrænir. Nafnið fá þeir af einkennandi gáróttu litamynstri á vængjum og baki. Gárar í búri Í góðu yfirlæti geta gárar lifað í allt að 12 ár og til eru einstök dæmi...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...

category-iconVísindavefurinn

Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?

Það er að ýmsu að huga þegar þessari spurningu er svarað. Í fyrsta lagi 'hvað eru einfaldar spurningar?' Spurningar sem virðast einfaldar leyna oft á sér og eru í raun frekar flóknar. Hér er til dæmis ein einföld:Hver er ég?Einfalda svarið við henni væri:Þú ert þú.En við erum sennilega litlu nær og stutt svar við ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið 'ófatlaður' sem heyrist nú æ oftar notað yfir heilbrigða einstaklinga?

Í dæmasafni Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið 'ófatlaður' úr Lagasafni handa alþýðu sem kom út á árunum 1890–1910. Þar vísar orðið reyndar ekki til manneskju heldur til kýr: „Kýr telst leigufær, sem er ófötluð“ (1898). Greinilega er átt við heilbrigða kú. Elsta dæmi þar sem 'ófatlaður' vísar til pe...

category-iconJarðvísindi

Hversu gömul er Hekla?

Nákvæmur aldur Heklu er ekki kunnur. Þar sem allt berg hennar er rétt skautað er þó vitað er að hún er ekki eldri en um 700.000 ára, en þá urðu segulskipti á jörðinni. Heklugos 1991. Þekkt eru nokkur stór forsöguleg gos í Heklu. Elsta öskulagið, H5, er um 7000 ára gamalt, H4 er um 4800 ára og H3 er um 2900 ...

category-iconSálfræði

Hvað hugsa mállausir? Hugsa þeir í orðum, myndum eða á annan hátt?

Sá sem er mállaus getur samkvæmt skilgreiningu ekki talað eða tjáð sig í orðum. Það gefur því að skilja að afskaplega erfitt er að rannsaka hvernig mállausir hugsa, þar sem ekki er hægt að spyrja þá að neinu ráði út í hugarstarf þeirra. Því kemur líklega lítið á óvart að ekki fundust neinar rannsóknir sem geta gef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?

Framburðurinn rd, gd, fd í stað rð, gð, fð í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi,...

category-iconFélagsvísindi

Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?

Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau?

Bæði plasma- og LCD-skjáir fara sparlega með orkuna. Oft er sagt að LCD-skjáir krefjist minni orku og séu þar af leiðandi sparneytnari, en málið er lítið eitt flóknara en svo. Í plasmasjónvörpum er ljósstyrk hvers einasta díls (e. pixel) stjórnað fyrir sig en styrkurinn er háður birtu myndarinnar. Þannig krefst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr?

Flestir eru með hár yfir augunum. Sumir sjá ofsjónum yfir hárunum og plokka þau af til að snyrta sig. Stundum getur farið svo að öll hárin hverfa og þá er hægt að teikna hárlínuna aftur á með augnblýanti. Orðið sem við notum yfir þessi hár er augabrún í eintölu og einnig þekkist orðmyndin augnabrún. Í fornu ...

Fleiri niðurstöður