Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2989 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?

Upprunalega spurningin var: Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta. Nafnorðið þolinmóður er n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan dag. Langar að forvitnaðst um orðið krakkar. Nota það hér á heimilinu fyrir unglingana hér alla hvort sem þau eru 16 ára til 21 árs gömul. Hvernig skal nota það og er það aldurskipt? Væri betra að segja unglingar? Orðið krakki er í Íslenskri orðabók (2002: 812) ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?

Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvaða gagn gera grímur við COVID-19-smiti?

Grímur koma einkum að gagni við tvenns konar aðstæður. Í fyrsta lagi til að verja heilbrigðisstarfsfólk gegn sýkingum þegar það umgengst fólk með COVID-19-sýkingu. Þær eru þá hluti af víðtækum hlífðarbúnaði og vörnum. Þetta eru sérstakar sóttvarnargrímur með gatastærð um 0,3 míkrómetra, sem hleypa ekki í gegn örsm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?

Orðatiltækið að taka upp hanskann fyrir einhvern merkir ‘taka málsstað einhvers, aðstoða einhvern’ þekkist frá miðri 19. öld. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi: Tíminn tekur upp hanzkann fyrir formann síns flokks. Að kasta hanskanum er annað orðatiltæki úr sömu átt: Séra Sigurðr h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað kallast afkvæmi skunka?

Afkvæmi skunka koma sjaldan fyrir í íslenskum textum og þess vegna er ekki augljóst hvað á að kalla þau. Á ensku nefnast afkvæmin kits eða kittens. Bein þýðing á því eru kettlingar. Í 14. bindi ritraðarinnar Undraveröld dýranna er fjallað um skunka og þar eru afkvæmin hins vegar kölluð ungar. Það er til dæmis í sa...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju skemmast raftæki ef vatn kemst að þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló aftur Vísindavefur Háskóla Íslands, af hverju skemmist rafmagnsdót eða eitthvað annað tengt rafmagni í vatni? Kveðja, Eysteinn, 7 ára. Raftæki innihalda rafrásir, sem stjórna leiðum og styrk rafstrauma í tækinu. Rafrásirnar eru lokaðar lykkjur af rafleiðurum og í...

category-iconHagfræði

Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?

Spyrjandi bætti einnig eftirfarandi skýringu við spurninguna: Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun? Mælingar á vísitölu neysluverðs by...

category-iconTrúarbrögð

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

category-iconLæknisfræði

Hvaða líffæri er hægt að gefa sem líffæragjafi?

Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Brottnám hornhimnu augans til ígræðslu má einnig telja til líffæragjafar. Þegar gefinn er blóðmergur eða blóð er um að ræða endurnýjanlega hluta af stærri heild og fellur það tæpast undir líffæragjöf. Gera verður greinarmun á líf...

category-iconHugvísindi

Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?

Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir?...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?

Allir finna fyrir kvíða einhvern tíma, bæði fullorðnir og börn. Kvíði er meira að segja talinn nauðsynlegur fyrir þroska barna og aðlögun þeirra að umhverfi sínu þar sem hann á þátt í að börn greini að hættulegar og hættulausar aðstæður og læri að forðast þær hættulegu. Þar að auki virðast ákveðin kvíðamynstur ver...

category-iconVísindi almennt

Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri?

Í Íslenskri orðabók frá 2002 er eftirfarandi skýring gefin á orðinu yfirnáttúrlegur:sem er (virðist) óháður lögmálum náttúrunnar – yfirskilvitlegur, sem samræmist ekki almennri þekkingu á náttúrulögmálumÞar sem lögmál náttúru og samfélags eru rauði þráðurinn í vísindum felst þannig nánast í orðunum að svokölluð yf...

category-iconSálfræði

Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsi...

category-iconJarðvísindi

Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?

Í heild sinni hjóðar spurningin svona: Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann. Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis j...

Fleiri niðurstöður