Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4040 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?

Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru kol til að teikna með búin til?

Kol eru rík af frumefninu kolefni og eru fyrirtakseldsneyti þar sem þau brenna vanalega vel. Hefðbundin kol kallast einnig steinkol eða náttúruleg kol þar sem þau myndast í náttúrunni úr jurtaleifum við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis í mýrum og fenjum. Ummyndun jurtaleifanna í kol tekur milljónir ára og þarfn...

category-iconLandafræði

Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?

Það er spurning hvaða mælikvarða er hægt að nota til að ákvarða hvað er frægasta ferðamannaland í heimi. Líklega er einfaldast að setja samasemmerki á milli þess að vera frægt og vera vel sótt. Mjög margir ferðamenn berja Eiffelturninn augum enda er Frakkland það land heims sem fær flestar heimsóknir erlendra ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gáttaflökt?

Gáttaflökt (e. atrial flutter) er hjartsláttartruflun sem orsakast af truflun á rafleiðni í leiðslukerfi hjartans. Það á uppruna sinn í hjartagáttum. Hjartað skiptist í fjögur hólf; hægri og vinstri gátt og hægri og vinstri slegil. Gáttir dæla blóði niður í slegla, hægri slegill dælir blóði í lungnablóðrás og ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2013 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?

Þriðjudaginn 8. október 2013 tilkynnti Nóbelsstofnunin að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir 2013 hefðu verið veitt þeim François Englert (frb. frangsúa angleer) prófessor emeritus við Frjálsa háskólann í Brussel (f. 1932) og Peter W. Higgs prófessor emeritus við Háskólann í Edinborg (f. 1929). Verðlaunin eru vei...

category-iconNæringarfræði

Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?

Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á franskbrauði og grófkornabrauði. Nýlega voru kynntar í British Medical Journal niðurstöður sem benda til þess að mikil neysla á hvítum hrísgrjónum geti aukið hættuna á sykursýki af tegund 2 (fullorðinssykursýki). ...

category-iconEfnafræði

Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð?

Glýseríð er efnasamband í flokki lípíða og er samsett úr glýseróli og fitusýrum. Glýseríð gegnir mikilvægu hlutverki bæði í lífverum og í matvæla- og efnaiðnaði. Glýseról er keðja af þremur kolefnisatómum með þremur hýdroxíðhópum (OH) (sjá mynd 1). Glýseról getur tengst einni, tveimur eða þremur fitusýrum og my...

category-iconHagfræði

Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Samanburður á skattbyrði milli Norðurlandanna er leikfimi út af fyrir sig þar sem skattprósentan er misjöfn. Hins vegar er iðulega ekki gert ráð fyrir réttum forsendum í þessum samanburði. Mig langar að fá álit vísindasamfélagsins á því hvernig eigi að reikna inn lífeyrisskuld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virkar almynd?

Upplýsingar sem stýra því hvernig almynd eða heilmynd (e. hologram) verður eru skráðar á fínkorna ljósmyndafilmu eða ljósmyndaplötu. Filman eða platan eru í grundvallaratriðum sömu gerðar og þær sem notaðar eru í venjulegri ljósmyndun. Ljósgeisla, annaðhvort með hvítu ljósi eða einlitum leysigeisla (e. laser beam)...

category-iconHugvísindi

Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?

Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í ...

category-iconVeðurfræði

Hvaða þættir hafa áhrif á skafrenning?

Snjór sem þyrlast upp í vindi nefnist skafrenningur, nái hann ekki sjónhæð fullorðins manns nefnist hann lágarenningur en fari hann hærra kallast hann háarenningur. Lausamjöll fýkur mun auðveldar en hjarn eða skari, hana fer að hreyfa ef vindur nær 5 til 6 m/s, en venjulega er skafrenningur lítill sé vindur ekki m...

category-iconHeimspeki

Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...

category-iconEfnafræði

Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?

Kevlar er vöruheiti efnafyrirtækisins DuPont á mjög sterku plastefni úr tiltekinni fjölliðu, nánar tiltekið para-aramíðfjölliðu. Sama fjölliða er framleidd af öðrum fyrirtækum og seld meðal annars undir vöruheitinu Twaron. Aramíð er stytting á efnaheitinu arómatísk fjölamíð, en þau eru sett saman úr einingunum ...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?

Einnig var spurt: Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?

Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...

Fleiri niðurstöður