Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2859 svör fundust
Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?
Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...
Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?
Læmingjar eru hópur lítilla nagdýra sem tilheyra ættbálkinum Lemmini. Til eru um 20 tegundir læmingja og lifa þær allar á norðlægum slóðum. Læmingjar eru 8-22 sm á lengd og vega frá 20-112 g, en stærð og þyngd er breytileg milli tegunda. Þeir eru kringluleitir, stuttfættir, smáeygðir, með mjúkan feld og stutt skot...
Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því? Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr...
Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?
Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu...
Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?
Fyrir um áratug skall á heimsbyggðina skæður inflúensufaraldur sem fékk nafnið svínainflúensan þar sem veiran sem olli sýkingunni (e. pandemic H1N1/09 virus, eða til einföldunar H1N1-inflúensuveira) var um margt lík inflúensuveiru sem fannst meðal annars í svínum. Meðan á faraldrinum stóð 2009 – 2010 var hrundið a...
Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi?
Munur er á fyrrverandi og þáverandi. Fyrrverandi merkir ‘sem áður var’, til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi rektor, fyrrverandi prófessor, fyrrverandi leikhússtjóri, fyrrverandi fóstra, fyrrverandi kennari og svo framvegis. Þetta fólk gegndi ákveðnu embætti áður fyrr en ekki lengur, oft vegna aldurs, en þe...
Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?
Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...
Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?
Öll spurningin hljóðaði svona: Var í kransæðavíkkun og var þá sagt að ég væri með fjórar kransæðar ásamt 20% landsmanna. Er þetta rétt og ef svo er af hverju. Eru flestir með þrjár? Fjallað er um kransæðar í svari við spurningunni Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? og er textinn sem hér kemur ...
Er það rétt að rúmmál hafsins vaxi vegna hnattrænnar hlýnunar?
Almennt þekkjum við úr efnisheiminum að rúmmál efna vex með hækkandi hitastigi. Til dæmis kvikasilfrið í hitamælum. Þetta er nefnt varmaþensla. Varmaþensla vatnsmassa eykur rúmmál hans og því lækkar eðlismassinn, massi á rúmmálseiningu. Eðlismassi sjávar breytist með hitastigi, seltu og þrýstingi (dýpi) og við...
Hvert er stærsta skordýr í heimi?
Lengsta núlifandi skordýr sem mælst hefur er af ætt förustafa, og er þá miðað við heildarlengd. Lengsti búkurinn er hins vegar á Herkúlesbjöllu af ættkvísl nashyrningsbjalla. Þyngsta bjallan er golíatsbjallan af sömu ættkvísl. Stærsta skordýr sem lifað hefur á jörðinni er tröllaslenja af ættbálki drekaflugna. Þ...
Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn?
Hávaðinn sem fylgir flugi yfir hljóðhraða stafar af höggbylgju samþjappaðs lofts. Þegar þessi höggbylgja skellur á hljóðhimnum okkar heyrum við miklar drunur. Hljóðhraðinn er útbreiðsluhraði hljóðbylgna í lofti, það er sá hraði sem hljóðbylgjur ferðast með um loftið. Hljóðhraði minnkar með lækkandi hita og lækk...
Hvað er staðalfrávik?
Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...
Hvað er sínus og hver fann hann upp?
Upprunalega spurningin var: Hver fann upp sínus og hvað er hann í raun og veru? Þá er átt við sínus í stærðfræði. Sínus er mælikvarði á stærð horns. Í stuttu máli: Sínus af horninu v er lengdin á hálfum streng í einingarhring. Strengurinn spannar tvöfalt hornið, 2v. Sjá mynd 1. Mynd 1: Strikið AB er stre...
Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?
Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið. Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þé...
Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?
Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...