Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2989 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju verður fólk feitt?

Eins og með margt annað ákvarðast holdafar fólks af umhverfisþáttum og erfðum. Í grunninn er tvennt sem ræður því hversu feitur einstaklingur er. Annars vegar fer það eftir fjölda fitufrumna og hins vegar eftir stærð þeirra. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann leitast við að halda þyngdinni stöðugri. Ef við...

category-iconNæringarfræði

Hvort er hættulegra vatn eða gos?

Undir venjulegum kringumstæðum og við hóflega neyslu er hvorki vatn né gos beinlínis hættulegt. Hins vegar er það óumdeilt að það er miklu hollara fyrir okkur að drekka hreint vatn en gos. Vatn er okkur lífsnauðsynlegt, án þess getur maðurinn ekki lifað nema í örfáa daga. Vatnsþörfin er vissulega breytileg á mi...

category-iconHugvísindi

Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?

Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu...

category-iconVísindi almennt

Hvernig á að setja upp vindhana?

Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð?

Ísland er auðugt af vatni og er talið að ástand vatns sé almennt gott. Unnið hefur verið að því síðan árið 2011 að greina hver staða vatns hér á landi er í raun í verkefninu Stjórn vatnamála. Í tengslum við verkefnið var stigið fyrsta skrefið í álagsmati á vatni sem var birt í Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar eru koppagrundir?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Heyrði talað um daginn um að eitthvað væri út um allar koppagrundir. Er það rétt? Stundum hef ég heyrt að eitthvað sé út um allar þorpagrundir. Getið þið frætt okkur meira um þetta? Elsta ritheimild um koppagrundir, sem ég hef fundið, er úr dagblaðinu Tímanum frá 1951 og þ...

category-iconHagfræði

Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Hafið þið aðgengilega útskýringu á íslensku á hugtakinu externalities í hagfræði, sem ég sé að kallast úthrif sums staðar? Kær kveðja. Stefán Jón Hafstein Hagfræðingar tala um ytri áhrif eða úthrif (e. externalities) þegar hegðun eða ákvarðanir eins hafa áhrif á aðra án...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Jöklar eru flokkaðir í þíðjökla og gaddjökla/hjarnjökla. Af myndum að dæma af brotsárum jökla á Grænlandi eða Suðurheimskautinu þá er ekki þar um ís að ræða heldur sampressaðan snjó? Þegar jöklar hérlendis kelfa er greinilega um ís að ræða. Hvað er rétt í þessu? H...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að rota jólin?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er orðtakið „að rota jólin“ hugsað? Hvaðan er það komið? Hvernig rotar maður jólin? Er það gamall siður? Orðatiltækið að rota jólin er þekkt að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er ...

category-iconHagfræði

Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?

Sami spyrjandi ítrekaði spurninguna og sendi um leið aðra sem einnig er svarað hér: Get ég vænst svars við spurningu sem ég setti hér inn 2.4. síðastliðinn? Hér er önnur: Getur verðbættur höfðstóll (innláns) verið nokkuð annað en höfuðstóll? Almennt er gerður greinarmunur á vöxtum og verðbótum á verðtryggðu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjaði sú hefð á Íslandi að baka smákökur fyrir jólin?

Því er líkast sem íslenskar húsmæður hafi fengið langþráða útrás fyrir innibyrgða sköpunargáfu sína í kökubakstri fyrir jólin á fyrri hluta 20. aldar. Bar þar margt til. Í fyrsta lagi höfðu ýmis ný efni til kökugerðar tekið að berast í verslanir á seinustu áratugum 19. aldar, hveiti og annað mjölkyns, dropar og...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?

Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru engir nafngreindir höfundar Íslendingasagna þekktir?

Ýmsar getgátur hafa verið um höfunda einstakra Íslendingasagna. Á hinn bóginn má vera að nafnleynd þeirra sé engin tilviljun því að líkt og í tilviki fornaldarsagnanna byggðu höfundar Íslendingasagna á arfgengu sagnaefni og hugsanlega hafa þeir, að minnsta kosti sumir hverjir, litið á sig sem skrásetjara efnis sem...

category-iconHugvísindi

Af hverju er skrift til?

Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna. Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stöðurafmagn?

Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...

Fleiri niðurstöður