Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7753 svör fundust
Hvað er eirðarleysi í fótleggjum og hvað er til ráða við því?
Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um" og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mes...
Hvað er kona?
Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungna...
Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör sem fjalla um upphaf lífs á jörðinni, til dæmis þessi eftir Guðmund Eggertsson:Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upp...
Hvað er neyslustýring?
Neyslustýring hefur verið notuð innan hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opinberar álögur og í sumum tilfellum niðurgreiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en...
Hvað er snertiskyn?
Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...
Getið þið sagt mér það helsta um skjaldbökur?
Skjaldbökur eru afar frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Helsta einkenni þeirra er skjöldurinn sem umlykur skrokkinn og geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann ef hætta steðjar að. Fæðuval skjaldbaka er nokkuð fjölbreytilegt. Þar sem þær eru tannlausar, og hafa sennilega verið það í 150 milljó...
Hver eru einkenni járnskorts?
Járn er líkamanum nauðsynlegt til að mynda blóðrauða sem flytur súrefni og koltvíoxíð um blóðrásina. Einnig er það nauðsynlegt fyrir ýmis ensím eða efnahvata til þess að þeir starfi eðlilega. Járnskortur leiðir til blóðleysis en vegna ensímanna veldur hann ýmsum öðrum einkennum í líkamanum eins og nánar verður vik...
Skiptir máli varðandi endurhæfingu fanga hvar þeir afplána dóm sinn hér á landi?
Spurningin var svona í heild: Eru til tölur um það hvort menn komi út sem betri einstaklingar þegar þeir koma út af t.d. Kvíabryggju en t.d. Hrauninu? Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort að brotamenn hér á landi komi frekar út sem betri einstaklingar eftir að hafa setið í tilteknum fangelsum. Málið ...
Hvað gerist við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:Hvenær verður venjulegur karlmaður kynþroska?Hversu ungur kemst maður á kynþroskaskeið? Getur maður flýtt kynþroska? Er eitthvað sem hægt er að borða eða gera til að flýta kynþroska? Er hægt að hafa áhrif ...
Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?
Týrósín er ein af þeim tuttugu amínósýrum sem líkami okkar þarfnast til að mynda prótín. Lifrin getur myndað týrósín úr amínósýrunni fenýlalanín og því er ekki nauðsynlegt að fá hana úr fæðunni. Týrósín er flokkuð undir arómata vegna benzenhringsins (hringur úr sex kolefnisatómum sem hvert um sig er tengt einu vet...
Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?
Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...
Ef metan er að mestu leyti vetni, hvað gerir það svo óæskilega gastegund?
Metan er efnasamband sem þýðir að hver sameind þess er gerð úr tveimur eða fleiri frumeindum (atómum) mismunandi frumefna. Efnasambönd hafa yfirleitt allt aðra eiginleika en frumefnin sem þau eru gerð úr. Eitt þekktasta og mikilvægasta dæmið um þetta er vatnið (H2O; tvær vetnisfrumeindir og ein súrefnisfrumein...
Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?
Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...
Hvernig eru fellibyljir flokkaðir?
Tjón sem fellibyljir geta valdið vex mjög með vaxandi vindhraða. Fellibylur þar sem mesti meðalvindhraði er 70 m/s veldur margföldu tjóni á við annan þar sem mesti vindhraði er 35 m/s. Umfang viðbragða ræðst því af hugsanlegum styrk þegar fellibylurinn gengur á land. Af hagkvæmnisástæðum hefur verið búinn til fimm...
Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?
Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...