Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3064 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir: Margur verður af aurum api?

Margur verður af aurum api er ljóðlína í Hávamálum sem teljast eitt af Eddukvæðum. Þau voru skrifuð niður á 13. öld en höfðu lifað lengi í munnmælum. Fyrri hluti 75. erindis er þannig: Veita hinn er vætki veit, margur verður af aurum api. veit-a: veit ekki, -a er neitandi viðskeyti vætki: ekkert ap...

category-iconHugvísindi

Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?

Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir orðið gimpi?

Orðið gimpi getur merkt ‘þéttir og grófir knipplingar’ og er þá dregið af sögninni að gimpa sem notuð er um að hekla á alveg sérstakan hátt (= gimba). Það er þá tökuorð úr gamalli dönsku gimpe ‘hekla banddregla’. En -gimpi kemur einnig fyrir sem síðari liður í samsetningunni himpingimpi, einnig ritað himpigimpi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?

Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, fles...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins kvíar, færa út kvíarnar og sóttkví?

Kvenkynsorðið kví merkir ‘rétt til að mjólka kvíaær’. Kvíin var ýmist hlaðin úr grjóti eða gerð úr trégrindum og var þá færanleg (færikvíar). Þangað eiga rætur að rekja orðasamböndin færa út kvíarnar í yfirfærðri merkingu ‘stækka við sig’ og færa saman kvíarnar ‘minnka við sig’. Orðið þekkist þegar í fornu máli (J...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?

Nútímaleg vísindi og fræðimennska á sér rætur í upplýsingunni á 18. öld. Á 19. öldinni var lagður grunnur að félagsvísindum. Félagsvísindin beindu sjónum sínum að upptökum nútímalegs samfélags og uppruna og afleiðingum iðnvæðingar og kapítalisma. Það var viðtekin skoðun að trú hefði haft mikla þýðingu fyrir samfél...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er það tukthús eða tugthús og hvaðan kemur orðið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er réttara að skrifa „tugthús“ eða „tukthús“? Finn það ekki með „G“ inni á Ritmálasafni Árnastofnunar. Sögnin tukta, einnig ritað tugta, er leidd af nafnorðinu tukt sem merkir ‘góðir siðir, siðvendni’. Sögnin merkir ‘refsa, siða’, til dæmis tukta einhvern til ‘siða e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða skans er þetta hjá Óla skans?

Orðið skans þekkist í málinu frá 18. öld í merkingunni ‘virki; geymsluskot; bráðabirgðaskýli’. Það er tökuorð úr dönsku skanse sem aftur tók orðið að láni úr miðlágþýsku schantze ‘virki; hrísknippi’. Lágþýska orðið er væntanlega af rómönskum uppruna, samanber ítölsku scansi (fleirtala af scanso) ‘viðnám, vörn’. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru menn að leggja vörður á Íslandi og til hvers?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær voru vörður lagðar á Íslandi. Það er furðulega lítið af upplýsingum fáanlegar á netinu um vörður. Og ég er að velta því fyrir mér hversu gamlar elstu vörðunar eru. Hvenær við fórum að leggja þær og bara almennilega sögu tengd þeim. Aðrar spurningar um vörður:Vörður eig...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað ræður endingu á íbúaheitum, af hverju eru Kínverjar ekki Kínar eða Finnar Finnlendingar?

Upprunalega spurningin var: Af hverju köllum við fólk frá Finnlandi „Finna“ en ekki „Finnlendingar“ og fólk frá Kína „Kínverja“ en ekki „Kínar“? Hvað ræður því hvernig endingin á þjóðerni hljómar? Heiti á íbúum annarra landa eru sérstakur geiri í íslenska orðaforðanum sem hefur þurft sinn tíma til að mótas...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?

Sígaunar (einnig kallaðir Rómafólk) eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaun...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð?

Steinkol myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Það umhverfi sem helst leiðir til kolamyndunar er votlendi þéttvaxið trjám og öðrum gróðri. Trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatnið, verða vatnsósa og sökkva. Þá einangrast viðurinn frá súrefni andrúmsloftsins en bakteríur halda áfram...

category-iconEfnafræði

Hvernig er bjór búinn til?

Bjór hefur fylgt mannkyninu að minnsta kosti frá tímum faraóanna. Á þessum tíma hafa margar og ólíkar bjórtegundir verið bruggaðar, allt frá hunangsmiði víkinganna til reykbjórsins frá Bamberg í Bæjaralandi. Bruggferlið er í aðalatriðum það sama fyrir flestar bjórtegundir. Meginhráefnin eru malt, vatn og ger. H...

category-iconHeimspeki

Hver var Platon?

Heimildir um ævi Platons eru fremur rýrar. Helstar eru bréfin sem honum eru eignuð, alls þrettán talsins, en einkum er þó Sjöunda bréfið mikilvægt; og ævisaga Platons sem varðveitt er hjá Díogenesi Laertíosi, sagnaritara frá þriðju öld sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að senni...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?

Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga. Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verk...

Fleiri niðurstöður