Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7269 svör fundust

Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?

Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla? Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra d...

Nánar

Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?

Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltæ...

Nánar

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...

Nánar

Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?

Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...

Nánar

Hvað á Þjóðminjasafnið mörg vopn?

Þetta er eiginlega spurning sem erfitt eða jafnvel ómögulegt er að svara. Fyrir því liggja helst tvær ástæður, annars vegar sú stóra spurning: hvað er vopn? og hins vegar er það svo, sérstaklega með mjög gamla gripi, að vonlaust er að vita hvort þeir voru nýttir sem vopn eða verkfæri. Erfitt er að segja til um það...

Nánar

Geta hvalir talist meindýr?

Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...

Nánar

Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja? Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt...

Nánar

Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?

Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á. Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug...

Nánar

Af hverju spýta menn í lófana?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðatiltækið "að spýta í lófana" komið? Orðasambandið að spýta í lófana er ekki gamalt í málinu og sennilega ekki eldra en frá 20. öld. Einnig er talað um að skyrpa í lófana, samanber eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans: Við skulum skyrp...

Nánar

Hvað þarf maður að vera gamall til að verða lögregluþjónn á Íslandi?

Til að geta orðið lögreglumaður þarf viðkomandi að hafa náð 20 ára aldri. Nú er menntun lögreglumanna kominn á háskólastig sem þýðir að skilyrðin eru þau sömu og uppfylla þarf til að innritast í annað háskólanám, það er að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun en við það bætist ákvæði 1. mgr. 3...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?

Anna Ólafsdóttir er dósent í menntunarfræðum og deildarformaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla. Doktorsrannsókn Önnu kannaði hvað háskólakennarar álíta „góða háskólakennslu“, hvaða ...

Nánar

Töluðu steinaldarmenn tungumál?

Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum. ...

Nánar

Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?

Stutta svarið við þessari spurningu er já. Í fyrsta málslið 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum.Hafi skýrsla verið heitfest skal það virt til þynginga...

Nánar

Fleiri niðurstöður