Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 318 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Gunnarsdóttir rannsakað?

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur komið að fjölbreyttum rannsóknum á sviði næringarfræði síðastliðin 20 ár, í samstarfi við innlenda og erlen...

Nánar

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

Nánar

Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?

Landnámu má nota bæði sem frásögn og sem leif. Hún er leif um það að Íslendingar voru byrjaðir að skrifa um landnámið á 12. öld. Hún sýnir okkur einnig hvernig þeir skrifuðu um það og hvað þeim fannst mikilvægt að segja frá í sambandi við það. Þá er varðveislusaga Landnámu til vitnis um áframhaldandi áhuga Íslendi...

Nánar

Er hægt að sigla yfir Kreppu?

Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...

Nánar

Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?

Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...

Nánar

Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?

Sagan segir að hinar ljúffengu sörur, sem mörgum Íslendingum finnast ómissandi á jólum, séu kenndar við frönsku leikkonuna Söruh Bernhardt (1844-1923). Heiðurinn að uppskriftinni á danski kökugerðarmeistarinn Johannes Steen, sem bjó til fyrstu sörurnar (d. Sarah Bernhardkager) þegar leikkonan heimsótti Kaupman...

Nánar

Hvaðan kemur orðið dýflissa?

Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...

Nánar

Hvaða rannsóknir stundar Þórdís Ingadóttir?

Þórdís Ingadóttir er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þjóðaréttur og mannréttindi. Þórdís hefur meðal annars rannsakað náið innleiðingu alþjóðasamninga í íslenskan rétt, og þá helst á sviði mannréttinda og alþjóðlegs refsiréttar. Hún hefur einnig rannsakað alþjóðalög fyrir landsdóm...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið Orla?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið Orla? Heita fleiri Íslendingar Orla? Er það karlmannsnafn eða kvenmannsnafn? Sonur hans Valdimars Bryde hét Orla. Hverjir voru þessir verslunamenn á Borðeyri? Orla er Írskt nafn, en ég hélt kvennanafn? Johan Christian Waldemar Bryde (1835–1902) var d...

Nánar

Hvenær fór orðið hinsegin að vísa til samkynhneigðar?

Um uppruna orðsins hinsegin er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvaðan kemur orðið hinsegin? og er lesendum bent á að kynna sér það svar einnig. Elsta dæmi sem höfundur þessa svars hefur fundið á prenti um vísun orðsins hinsegin í samkynhneigð er í Alþýðuhelginni 1949 þar sem segir: „Hvað, er hann n...

Nánar

Hvaðan kemur orðið vegasalt?

Nafnið á leiktækinu vegasalt er sett saman úr sögninni að vega 'lyfta, vigta' og nafnorðinu salt. Talað er um að vega salt, til dæmis "Eigum við að vega salt?", oft stytt í: "Eigum við að vega?" Orðin flytjast síðan frá athöfninni yfir á verkfærið og til verður heitið vegasalt. Líkingin er sennilega sótt til þess ...

Nánar

Fleiri niðurstöður